Búnaðarrit - 01.01.1909, Síða 156
152
BÚNAÐARRIT.
Búnaðarfélagsins hefir gert í athugasemdum sínum við
gjaldlið 5. Margra hluta vegna teljum vér heppilegra,
að slík landbúnaðar-fræðslurit komi út í smábókum, sem
hver tekur eiria grein fyrir sig, stutt og laggott, og eigi
sé svo mjög hrapað að útgáfu slíkra rita. Bækurnar
gætu samt sem áður orðið samstæð heild, þegar Bún-
aðarfélagsstjórnin ræður útgáfunni ásamt bændaskóla-
stjórunum. Ritlaun teljum vér hæfileg 40 kr. á örkina.
En mjög væri það æskilegt, að slíkar bækur fengju sem
mesta útbreiðslu og væru því seldar með sem vægustu
verði, og vel ætti það við, að selja þær eingöngu bundnar
og allar með sama frágangi. Myndir þurfa og að vera
allmiklar, að minsta kosti í sumum bókunum, og hleypa
þær útgáfukostnaðinum töluvert fram. Yér teldum því
heppilegt, að félagstjórninni væri heimilt að mega verja,
ef þess gerist þörf, nokkru fé til sjálfrar útgáfunnar, til
þess að hún yrði sem ódýrust.
3. Búreikningafærsla.
Búnaðarþingið lagði fyrir oss að athuga þá tillögu
síðasta aðalfundar, að komið væri á ieiðbeiningu í bú-
reikningafærslu. Yér viljum leiða athygli að því, að í
reglugerðum fyrir bændaskólana 6. ágúst 1908, 12. gr.,
er beinlínis gert ráð fyrir slíkri kenslu, og mætti þá
styrkja útgáfu kenslubókar 1 þeirri grein, ef gott. handrit
væri fáanlegt. Auk þess ættu starfsmenn Búnaðarfélags-
ins á ferðum sínum og við búnaðarnámsskeiðin að kenna
mönnum athuga á því, hvernig rekstur búsins ber sig
eftir staðháttum og öðrum kringumstæðum.
4. Húsabætur á bændaskólunum.
I fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar, sem nú er fyrir al-
þingi, er ætlað fé ti) að reisa skólahús við báða bænda-
skólana. Oss er kunnugt um, að þess gerist hin mesta
þörf, og enginn vegur er að koma bændaskólalögunum
til framkvæmdar með þeim húsum, sem nú eju á Ilvann-