Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 157
BÚNAÐARRIT.
153
eyri og Hólum. Vér teldum því vel fara, að búnaðar-
þingið léti uppi við aiþingi óskir sínar um það, að veitt
yrði fé til þessa.
Á búnaðarþingi 22. febr. 1909.
Jóhannes Jóhannesson. Sigurður Stefánsson.
Pórhallur Bjarnarson.
Álit afurðasölunefndar.
1. Erindi frá Smjörbúasambandi Suðurlands um skipa-
ferðir.
Hið þýðingarmesta atriði fyrir sölu landbúnaðar-
afurða telur nefndin að sé, að komið verði á tíðum
og hagkvæmum skipaferðum með kældu rúmi milli
íslands og Bretlands.
Síðan bannað var að flytja lifandi fénað til Bret-
iands, höfum vór neyðst til að flytja út úr landinu
mikið af söltuðu kjöti, og hefir sala á því gengið
illa. Síðustu árin, eftir að vönduðum sláturhúsum
var komið upp og fengnir voru lærðir slátrarar, til
þess að gera saltkjötið sem útgengilegast, hefir það
að vísu nokkuð hækkað í verði, en hvergi nærri
svo, að við sé unandi.
Markaður fyrir saltað kjöt er svo takmarkaður,
að hann offyilist af íslenzka kjötinu. Eina sýnilega
ráðið til þess, að koma íslenzku kjöti í hátt verð,
virðist vera það, að flytja það nýtt, ósaltað, í kæld-
um skipum til Bretlands.
Umboðssalar smjörbúanna kvarta sí og æ um
það, hvað smjörið sé gamalt, þegar það kemur til
þeirra, og stórskemt af ofmiklum híta i skipunum,
jafnvel stundum alveg bráðið; en það fullyrða þeir,
að komist smjörið íslenzka óskemt á enska inarkaðinn,
mundi það ná þar áliti og komast í hátt verð. Út-
sala á smjön í stórkaupum á Englandi fer fram á