Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 158
154
BÚNAÐARRIT.
mánudögum, og er því áríðandi fyrir smjörsöluna,
að ferðaáætlun þeirra skipa, sem smjörið flytja, sé
hagað þannig, að skipin komi til Englands síðari
hluta viku.
Tillaga nefndarinnar í þessu máli er, að búnað-
arþingið skori fastlega á alþingi, að gera samning
við eitthvert gufuskipafélag um, að það hafi að
minsta kosti eitt hraðskreitt skip með kældu rúmi
í förum milli Reykjavíkur og Leith, sem fari eigi
sjaldnar en tvær ferðir á mánuði á tímabilinu frá
1. júlí til miðs nóvember, og það þegar áþessuári.
2. Erindi frá Boga Th. Melsted um sláti unarnám.
Þar sem nú er vaknaður lofsverður áhugi á því,
að vanda betur en verið hefir meðferð á kjöti og
öðrum sláturfjárafurðum, og víða verið að koma upp
í því skyni vönduðum sláturhúsum, er hin mesta
þörf á, að komið verði á kenslu í slátrun innan-
lands, svo að menn þurfi eigi að fara til annara
landa til þess náms og þannig eyða fé og tíma að
óþörfu. Ef fenginn væri fullnuma slátrari annar tii
sláturhússins í Reykjavík, mætti koma þar á kenslu
í slátrun og bjúgnagerð. Sláturíélag Suðurlands mun
fáanlegt til að taka að sér þá kenslu, gegn hæfilegri
þóknun frá Búnaðarfél. ísl. Ef þessi kensla kemst
á, verður þörf á að Búnaðarfélagið veiti nemendum
einhvern dálítinn styrk á líkan hátt og eftirlits-
mönnum nautgripafélaga, sem helzt ætti þá að
veitast gegn nokkrum styrk annars staðar frá.
Nefndin leggur því til, að Bf. ísl. veiti alt að 1000
kr. í þessu skyni og það þegar á þessu ári, ef
kostur er.
Umsókn frá Smjörbúasambandi Suðurlands um styrk
til smjörsýningar.
Sýning á smjöri vekur kapp hjá rjómabústýrun-
um, að vanda sem bezt smjörgerðina, og þar sem
komið hefir til orða, að enskir smjörsalar sendi