Búnaðarrit - 01.01.1909, Síða 160
156
BÚNAÐARRIT.
nauðsynleg til þess að nautgriparæktarfélag og naut-
gripasýning geti fengið styrk, sé aukið ákvæði um
aldurslágmark undaneldisnauta, en að st.jórn félags-
ins í samráði við ráðunaut þess í þeim efnum á-
kveði aldurslágmarkið.
4. Nefndin vill ennfremur taka fram, að hún leggur
sérstaka áherzlu á, að ráðunautar félagsins glæði af
fremsta megni meðal bænda þá hugsun, að næst
því að fénaður manna sé hraustur, skifti mestu arð-
ur sá, er skepnan gerir að öllum kostnaði frádregn-
um, og vill í sambandivið þetta fela ráðunautum
og stjórn félagsins að íhuga, hver ráð séu til þess,
að arðsemin geti næst hraustleikanum orðið sá kost-
ur, er sérstaklega komi til greina við veitingu
verðlauna.
5. Nefndin telur æskiiegt, að stjórnarnefnd og ráðunaut-
ar íhugi, hvort ekki væri öllu heppilegra að taka
upp þá reglu, að verðlauna á sýningum eingöngu
karldýrin, en að verja því fé, sem við það sparast,
til verðlauna fýrir ræktun og hirðingu búfjárins í
heild sinni.
6. Einnig ieggur nefndin til, að stjórn félagsins og kyn-
bótaráðunautur taki til athugunar kynbótabúin,
hveijar ráðstafanir yrðu gerðar til þess, að þau gætu
komið að sem mestum notum, og þá jafnframt vekja
máls á því, hvort ekki yrði í sambandi við þau
komið við tilraunum í fjárrækt; á nefndin einkum
við, að gerðar væru tilraunir með kynblöndun á
beitarfénaði og fé með ræktuðum afurðakostum, í
því skyni, að koma upp undan beitarfénaðinum
vænna fé og arðsamara til frálags (ekki til fram-
tímgunar) en beitarféð er sjálft og getur orðið, þar
sem beitarþolið verður að vera þess besti kostur.
Vetrarbeitin er einhver helzti kostur margra jarða,
en til þess að geta hagnýtt sór hann, er beitarfén-
aðurinn nauðsynlegur, og þeim mun betri tök eru