Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 161
BÚNAÐARRIT.
157
á því, sem menn hafa betra beitarfé. En menn
skemma oft fyrir sór með því, að blanda beitarféð
með afurðafé, en svo köllum vér það fé, sem rækt-
að er með tilliti til afurðanna. Þessi óskynsamlega
blöndun til framtimgunar ætlum vér að leggist þeim
mun seinna niður, sem þessu máli er minni gaum-
ur gefinn, með því að kynblendingar, sem svo eru
til komnir, reynast jafnan verðmætari til frálags en
sjálft beitarféð, og við þá hagsmuni vilja menn ekki
fara á mis.
Helzta ráðið til þess að hrinda þessu í betra horf
álítur nefndin þá fyrst fengið, er sýnt væri fram á
það í reyndinni, að mögulegt væri að sameina þetta
tvent, annars vegar kröfuna um að beitarféð sé ein-
ræktað, en ekki kynblandað með afurðafé til fram-
tímguifhr, og hins vegar þann arð, sem kynblend-
ingarnir gefa til frálags umfram beitarfóð.
Tilraunir í þessa átt telur nefndin mjög mikils-
verðar. .
7. Verðlaunabeiðni hr. Jóns Jónssonar frá Hjaltastað,
á Sauðárkróki, sér nefndin sér ekki fært að mæla
með. Skiftar skoðanir um árangurinn. Ber meðal
annars fyrir sig umsögn hr. Hallgríms Þorbergsson-
ar í 21. ári Búnaðarritsins bls. 91.
Reykjavik 22. febr 1909.
Asgeir Bjarnason. Eggert Briem.
SJddi SJmlason.
Alit jarðræktarnefndar.
1. Tillögu aðalfundar um, að komið verði á fót kenslu-
stöðum 1 súrheys og sætheysgerð og í annari hey-
verkun, telur nefndin að taka beri til greina þannig,
að séð væri fyrir því, að mönnum gæfist kostur á
að læra súrheysgerð og sætheys hjá bændum þeim,