Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 162
158
BÚNAÐARRIT.
er nota þessa heyverkun og þegar hafa margra ára
reynslu að baki sór í henni, eins og t. d. Eggert
bóndi Finnsson á Meðalfelli. Til þess að koma þessu
á, telur nefndin nauðsynlegt, að veita dálítinn styrk.
2. Að því er snertir tillögu aðalfundar um, að rannsaka
gildiinnlendra áburðartegunda með mismunandi aðferð
og mismunandi staðháttum, getur nefndin upplýst,
að í ráði er, að gerðar verði tilraunir í þessu efni
á gróðurtilraunastöðvum hið bráðasta að því verður
við komið. Hjá lagt erindi frá Einari Helgasyni
ráðunaut um, í hverju þær tilraunir eru fólgnar.
3. Tillögu aðalfundar um, að búnaðarþingið taki til í-
hugunar, hvort ekki verði við komið byrjunartil-
raunum með tilhögun við áveitu á engjum, hefir
nefndin íhugað og mælir með tilraunum í þá átt.
En einkum er áriðandi, að athuga tilrauntr og reynslu
manna víðsvegar á landinu í þessum efnum. Ætti
Búnaðarfélagið að fá safnað sem flestum slíkum at-
hugunum.
4. Að því er snertir erindi búfræðings Árna Þorgríms-
sonar frá Hofsstaðaseli telur nefndin beinast liggja
við, að benda honum á lán úr ræktunarsjóði til
jarðabóta, gegn ábyrgð sveitarfélags, og styrk til
Hfsábyrgðarkaupa til viðbótartryggingar fyrir láni úr
sama sjóði til ábýliskaupa.
5. Að því er snertir erindi frá Helga Valtýssyni vill
nefndin taka fram, að hún telur mjög æskilegt, að
ungmennafélögin beiti sér í skógræktarmálinu i sam-
vinnu við skógræktarstjórnina, og mælir því eindregið
með því, að alþingi styðji að því með fjárframlögum.
En jafnframt vill nefndin láta það álit sitt i ijósi,
að hún telji gagnslitið að flytja til landsins trjá-
plöntur frá útlöndum til gróðursetningar hér á landi,
enda varhugavert vegna sýkingarhættu.
6. Hvað snertir málaleitun frá Bergi Helgasyni, skóla-
stjóra á Eiðum, um styrk til þess að hleypa úr Eiða-