Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 166
162
búnaðarrit.
um þá helzt í hyggju þau óþægindi, er það mundi valda,
er dregið væri sundur á bæjum innan sveitar, að geta
þá ekki greint sundur féð á yfirmarki.
Vér teijum því réttast, að hreppsbúar fái annað eyr-
að til fullra umráða, en sýslumarkið og hreppsmarkið
sóu bæði á hinu eyranu.
Þessa leiðina til þess að koma lögum á fjármarka-
málið telur nefndin að helzt ætti að velja.
Hyggjum vér að henni verði komið í framkvæmd
með þeim hætti, er nú skal greina:
Sýslumörk og hreppa eru lögákveðin á hægra eyra,
og öllum, sem taka upp ný mörk, gert að skyldu, að
marka hægra eyrað hinu lögákveðna sýsluyfirmarki og
lögákveðnu undirbenjum hreppsins, en tilkynna hrepp-
stjóra sitt eignarmark á vinstra eyra. Þeir, er eiga
fjármörk, er lögin ganga í gildi, geta haldið sínu marki,
nema þeir flytjist búferlum á aðra jörð, þá ber þeim
skylda til þess, að taka upp nýtt fjármark. Þegar börn
taka við búi foreldra sinna á ábúðarjörð þeirra, erfa þau
raark foreldra sinna til afnota, meðan þau búa á jörð-
inni. Nú tekur maður upp nýtt mark, og skal hann þá
gæta þess, að fjármarkið (þ. e. mark á báðum eyrum)
verði ekki sammerkt við annað fjármark innan sýslunn-
ar eða í nálægum sýslum, þaðan sem fé getur gengið
saman við hans fé á afréttum. Álíti hreppstjóri að það
geti komið fyrir, óheimilar hann manninum markið.
Sýslumörk mætti ákveða þannig:
Austur-Skaftafellssýsla
Skagafjarðarsýsla
Vestur-Skaftafellssýsla
Húnavatnssýsla
Rangárvallasýsla
Strandasýsla
Árnessýsla
Isafjarðarsýsla
Sneitt a. h.
Hvatt h.
Sneitt fr. h.
Sýlt h.