Búnaðarrit - 01.01.1909, Side 169
BÚNAÐARRIT.
165
nefnt. Ef að eins væru notuð 15 fyrstu undirbenja-
mörkin, mættu fjáreigendur í einum hreppi vera 150;
en ef notuð væru 24 undirbenjamörk, 240. Og til-
breytnin mundi enn stórum vaxa, ef notaðar væru tvær
benjar af þeim, sem vór höfum nefnt, sama megin á
eyra; og enn mundi tala markanna margfaldast, ef not-
aður væri hófbiti, lögg o. s. frv.
Samkvæmt því, sem að ofan er ritað, leyfir nefndin
sér að gera svolátandi tillögu:
Búnaðarþingið telur þörf á iagasetning um fjár-
mörk og óskar, að stjórnarráðið beri undir sýslu-
nefndir tillögur um það mál. Og fái málið góðar
undirtektir, þá leggi það fyrir næsta alþingi frum-
varp til laga um fjármörk.
Reykjavík 24. febr. 1909.
Asgeir Bjarnason. Eggert Briem. Slrfdi Slrfdason.
Álit fjármálanefndar.
Vér, sem kosnir vorum til að gera tillögur um fjár-
hagsmálið, látum nú uppi tillögur vorar. Um ástæður
fyrir þeim getum vór að flestu ieyti vísað til tillagna
félagsstjórnar og til þess, er tekið er fram í álitsskjöium
annara nefnda búnaðarþingsins, en sumt verður vegna
þess, hve vér höfum nauman tíma, að skýrast munn-
lega á búnaðarþinginu.
Tekjuafganginum 1908 að frádregnum 1500 kr., sem
leggjast við höfuðstól, leggjum vér til að stjórnarnefnd-
inni sé heimilt að verja umfram áætlun á þessu ári
eða hinu næsta, fyrst og fremst til þess, er nú skal greina:
1. Viðbót við gjaldlið 6. b. þetta ár . ... kr. 700,00
2. Til tveggja nýrra sýnistöðva, eftir til-
lögum stjórnarn., alt að 350 til hvorrar — 700,00
Styrkur tii kornforðabúra, eftir tillögum
stjórnarnefndar, alt að................— 1000,00