Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 183
BÚNAÐARRIT.
179
Og eg er hrædrtur um, að mönnum fari ekki mik-
ið fram í þessu efni enn þá. Að vísu hafa allir eða
flestir bændur ávalt vitað, hver hætta voflr yflr bústofni
þeirra, á meðan ekki eru ti.l meiri heybirgðir á haust-
nóttum en handa meðalvetri, því enginn veit fyrirfram
hvernig veturinn muni verða.
Hverjar eru þá orsakir til þess, að menn hafa ávalt
alment sett svo illa á, að menn hafa ekki þolað einn
harðan vetur, hvað þá heldur fleiri slíka í röð, að menn
hafa yfirleitt á hverju hausti átt á hættu, að missa á
næsta vori meira eða minna gagn af skepnum sínum,
og jafnvel þær sjálfar, ef vetur og vor yrði í harðara
lagi ?
Orsakirnar hafa ávalt verið 3, og nú á seinni árum
hefir sú 4. bæzt við.
1. Það heflr ávalt verið fjöldi af bændum, sem
jafnan hafa búist við góðum vetri og svo sett á eftir því.
2. Þeir menn hafa verið til, sem hafa beinlínis sett
sinn fénað á annara hey á ha.ustin. Þeir hafa hugsað
svo: já, eg verð auðvitað heytæpur í vetur, ef hart verð-
ur; en þeir eru svo margir vel birgir hérna í sveitinni
og þeir hjálpa mér, ef mig ber upp á sker.
í þessum tveim flokkum mun meiri hluti bænda
hafa mátt teljast í mörgum sveitum. En svo hafa ávalt
verið nokkrir menn innan um, sem hafa séð voðann af
illum ásetníngi og gjarnan viljað forðast hann, en samt
hafa ekki nema fáeinir af þeim orðið heyfyrningamenn.
Og af hverju? Af því:
3. að þeir, sem hafa verið öðrum birgari af hey-
um, hafa oi ðið að velja um tvent: annaðhvort. að láta
aðra éta vpp liey sín fyrtr litla eða enga horgun, eða
vera haUaðir óþokkar. Og flestir hafa kosið fyrri kost-
inn. Þetta er orsökin til þess, að svo fáir af framsýn--
um og duglegum bændum hafa orðið heyfyrningamenn.
Eg hefi átt tal við nokkra góða bændur um þetta mál, er sagt
hafa við mig á þessa leið : „Eg veit mjög vel, að ekkert
12*