Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 185
BÚNAÐARRIT.
181
Á seinni árum hafa sumir haldið því fram, að menn
gætu haldið bústofni sínum á útlendu fóðri, ef það inn-
lenda þryti, og sagt jafnvel, að útlenda fóðrið væri ekki
dýrara en hið innlenda.
Það er nú vist enn þá órannsakað raál, hvort tilvinn-
andi er að jafnaði fyrir sveitabændur að kaupa útlent fóður,
og skal eg ekki uppkveða neinn dóm um það. En mér
ið yfir þúst nokkra á túninu, sem eg áttaði mig ekki á hvað var,
°g spyr Þorkel, hvað það sé. „Þetta er gamall heygalti“, segir
Þorkell. „Hvað ertu að segja?“ — segist Jakob svara—„ef þetta
hefir verið liey, þá er það nú orðið að moldarhrúgu, eða hve
gamall er þessi galti?“ „Hann er 18 ára“, segir Þorkell. „Átján
ára!“ segir Jakob. „l'að er mikið að þú, annar eins búmaður
og þú ert, skulir láta nokkurn roann heyra það, að þú farir svona
með heyin“. Þorkell svarar: „Já, galtinn sá arna er nú orðinn
lélegur, satt er það, en ekki er hann alveg ónýtur, og það skal
eg segja þér, Jakob, að pað er langsamlega lilvinnandi. að
fara svona mcð hegin11. Þetta þótti séra Jakob matur, og hugs-
ar sér að tefla karl i mát og segir: „ Já, það þykir mér gaman
að heyra. hvernig það getur verið tilvinnandi, að gera heyin ó-
nýt“. Þorkell svarar: „Já, það skal eg segja þér, Jakob, það
stendur svo á því, að það er alltitt, að mörg ár koma í röð, sem
lítið þarf að gefa og aldrei er grasbrestur, og þá liljóta heyin að
safnast, og það svo mikið, að oft verður ómögules:t að eyða elzta
heyinu, og það verður ekki komist hjá því, að sumt af heyunum
verði of gamalt og skemmist, ef inaður á annað borð hugsar um
að komast undir hoyfyrningar. Og að koma fyrir sig hegfyrn-
ingum er lifsspursmál fgrir bóndann. Á efiir góðu árunum
koma harðindaárin fyr eða seinna, pað bregst ekki. Og það
koma oft fleiri harðir vetrar hver á eftir öðrum, og stundum með
grasleysi eða óþurkasumrum á milli, og þá vinnast heyin upp, og
eins þau lélegu. Þessí galti, sem við stöndum á, er auðvitað lé-
legur, og ómögulegt að halda lífinu í skepnum til lengdar á hon-
um eingöngu. En með tuggu af góðu heyi má vel halda skepn-
um á ruadanum, sem án hans muudn verða hungurmorða. Rudd-
inn er til iðrafylla, og svo er liklega dálítil næring í honum enn
þá. En þegar komið er að því, að skepnurnar falli af liungri á
vorin, þá eru heyin aldrei of dýr, ef skopnunum verður bjargað.“
„Það var eg, en ekki Þorkeil, sem nú varð mát“, sagði séra
•fakob, þegar hann endaði söguna, og hló um leið einn af sínum
alkunnu, hvcllu, hressandi skellihlátrum.