Búnaðarrit - 01.01.1909, Síða 186
182
BÚNAÐARRIT.
finst að litlar líkur séu til þess, að kornfóður borgi sig
eins vel til sveita hér á landi, eins og í nágrannalönd-
unum. Menn verða að gæta þess, að útlenda fóðrið
mundi verða V8—V2 dýrara, þegar það er komið heim
til sveitabóndans hér, en það er hjá bændum í öðrum
löndum. Og svo fáum vér vanalega ekki meira en hálft
verð fyrir afraksturinn af búunum móti því, sem bændur
fá í öðrum löndum.
En þó að það skyldi nú sannast, að tilvinnandi væri
í sveitunum að fóðra fénaðinn á útlendu fóðri, þó verða
menn að gæta þess, að afla þessa fóðurs á sumrin, eins
og heyjanna. Það getur orðið um seinan, ef menn ætla
að sækja það til útlanda, þegar harðindi og heyleysi er
dunið yfir.
Eg hefi raunar heyrt ýmsa segja, að með þeim sam-
göngubótum, sem nú séu fengnar — síma- og gufuskipa.
samböndum við önnur lönd — sé alls engin liœtta á
ferðum.
En þeir, sem slíkt segja, hafa gleymt hafísnum, og
íslendingar ættu þó sízt að gleyma honum. ■—
Gerum ráð fyrir því, að síminn aldrei slitni um
miðjan vetur, svo að ávalt megi kalla eftir útiendu fóðri,
hvenær sem vera skal, og gerum ráð fyrir, að ávalt sé
nóg til að borga fóðrið með — þá 9r þó eftir að koma
því inn á hafnirnar kringum landið og þaðan út um
sveitirnar. Menn vita að oft hefir það komið fyrir, að
hafís umkringdi alt landið að norðan fyrir þorra, og lá
fram á vor, jafnvel langt fram á sumar, svo að engin
skip komust að landinu nema sunnanlands og vestan.
Hitt vita margir líka, að ósjaldan koma langvinnar hríð-
ar og fannkyngi, svo að varla verður komist bæja á
milli, og verður þá erfitt að draga að sér fóður, þó til
væri í kaupstöðunum.
Menn tala nú um það, að þjóðin sé að sökkva
dýpra og dýpra í skuldir. Bændur skuldi kaupmönnum
ógrynni fjár. Kaupmenn skuldi stórkostlega í öðrum