Búnaðarrit - 01.01.1909, Side 191
BÚNAÐARRLT.
187
200 yættir taða, 25 aur. . . . kr. 50,00
600 vættir miðlungs-úthey, 20 aur. — 120,00
35 tunnur af korni, áætlað . . — 70,00
Kaup eftirlitsmanna áætlað . . — 60.00
Samtals kr. 300,00
Hreppurinn ætti þá að greiða árlega 150 kr. og
landssjóður 150 kr. Og ef flestir hieppar landsins,
segjum 167 hreppar, ynnu til styrksins, yrði landssjóður
að borga út 25000 kr. á ári.
En gæti þetta komið í veg fyrir horfelli, ef mik-
inn harðindavetur bæri að höndum ? Því er ekki auð-
velt að svara með fullri vissu, en miklar líkur eru til
þess. Eg geri ráð fyrir, að þeir hreppar, sem annars
vildu sinna þessu, tækju þá reglu fyrir sig, að ætla öll-
um fénaði fóður handa hörðum vetri.
Meiri partur bænda mundi því þola harðan vetur,
og að eins nokkrir kæmust, í þrot, og það varla fyr en
seint á vetri. I meðalhreppi ættu þá 400 hestar af
töðu og útheyi og 35 tunnur af korni að duga, þó að
framúrskarandi harðindi kæmu. Eg hugsa annars, að
þar sem fóðurforðabúr yrði stofnað eftir líkt ströngum
reglum og eg hefi nú bent á — og eg tel barnaslcup,
að stofna þau öðru vísi en eftir ströngum reglum —
þá mundu þeir bændur verða fáir, sem þyrftu á forða-
búrinu að halda.
Og það vœri mesta gagnið, sem nokkurt forðdbúr
gœti gert, að enginn þyrfti á því að halda.
En væri það tilvinnandi, að kosta árlega 25000 kr
af landssjóði og öðru eins af sveitarsjóðunum, eða alls
50000 kr. á ári, til þess að koma i veg fyrir horfell-
inn?
Til að svara þeirri spurningu þarf að meta til verðs
alt það tjón, sem horfeilirinn hefir í för með sér. En
það er ekki auðreiknað. Tjónið er bæði beint og óbeint.
Áreiðanlega undirstöðu vantar til að byggja á reikning-