Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 192
188
BÚNAÐARRIT.
inn um beina tjónið, og alla fótfestu vantar, ef telja skal
saman óbeina tjónið.
Samkvæmt skýrslum um landshagi á íslandi fækk-
aði fénaði á öllu iandinu í harðindunum 1882 um þetta:
Sauðfé tals 86734 sem verðsett 12 kr.= kr. 1040808
Nautgripir eldri 976 — — 80 — = — 78080
— yngri 329 — — 40 — = — 13160
Hross eldri 1674 — — 60 — = — 100440
— yngri 1067 — — 30 — = — 32010
Samtals kr. 1264498
Gagnsmunamissi af fénaði þeim, sem eftir
lifði, má telja í minsta lagi annað eins, eða kr. 1264498
Er þá beinn skaöi af fellinum 1882 . — 2528996
A þessu eina fellisári heflr beini skaðinn af horfellirn-
um orðið 50 sinnum meiri en forðabúrskostnaður sá,
sem nefndur er að framan. Nú vita allir, að á þeim
27 árum, sem liðin eru siðan 1882, heflr orðið mikill
fénaðarfellir oftar en einu sinni, þó minni hafi verið í
hvert skifti en 1882.
Og óbeina tjónið — það er margvíslegt, en eg skal
ekki leitast við, að reikna það. Fyrst mætti telja mann-
flntninga út úr landinu, sem harðindin 1882 ollu og
mundi nema miklu fé. Þá er sá Jcyrkingur, sem
kemur í álla starfsemi og framkvœmdir í sveitunum, og
sá amlóðaskapur og ósjálfstœði, sem stafar af örbirgð
þeirri og volæði, er fénaðarfellirinn leiðir yflr sveitirnar.
Svo má telja vantraustið og virðingarleysið, sem
landsmenn ávinna sér með því, að biðja um hallæris-
gjaflr og hallærislán úr landssjóði, og ganga með bein-
ingapokann fyrir dyr annara þjóða, og geta engu um
kent, nema sínu eigin fyrhhyggjuleysi. Þetta tjón alt
getur enginn reiknað. En efalaust er það langi um
meira virði, en alt beina tjónið.
Það væri því að ininni hyggju langsamlega t.ilvinn-
andi, að kosta 50 þús. krónum árlega til þess að koma
í veg fyrir almennan horfelli, þó að menn væru vissir