Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 193
BÚNAÐARRIT.
189
um, að hann gæti ekki komið fyrir nema einu sinni á
100 árum. Á næstliðinni öld komu harðindi og hor-
fellir möigum sinnum. Hvernig sú öldin verður, sem
nú er byrjuð, vita menn ekki, því:
„fslenzkir menn! Hvað öldin ber í skildi
enginn fær séð, hve feginn sem hann vildi.
Eitt er þó vist: hún geymir hel og hildi.
Hlifi þér, ættjörð, Guð í sinni mildi“.
Eftir þessu erindi ættum vér allir að muna.
Óiafsdal í febr. 1909.
Viðbætír. Þegar eg ritaði grein þá, sem hér birtist,
var tilgangur minn sá, að reyna að vekja athygli góðra
manna á hættu þeirri, sem stafar af ógætilegum ásetn-
ingi, af því að eg vissi ekki til, að það mál hefði komið
á dagskrá þjóðarinnar síðan það var rætt á alþingi 1887
og ’89. En nú fyrir skömmu hefi eg séð mér til mik-
illar gleði, að Búnaðarfélag íslands hefir hreyft þessu máli
á ný, og komið því inn á alþing, og vona eg að málinu
reiði nú betur af en 1887 og ’89. — Stjórn búnaðarfé-
lagsins hefir nefnil. ritað stjórnarráðinu mjög rækilegt
bréf um málið 7. sept. næstl. og farið þess á leit, að á
fjárlögunum 1910 og 1911 verði veitt heimild til að lána
hreppsfélögum 50000 krónur til að stofna kornforðabúr
til skepnufóðurs, með hagkvæmum skilyrðum, t. d. þann-
ig, að lánið yrði ávaxtað og endurborgað með 6% á ári
í 28 ár. Félagsstjórnin gerir ráð fyrir, að í minsta lagi
25 kornforðabúr gætu komist upp á fjárhagstímabilinu,
hvert með 120 tunnum korns, ef lánið yrði veitt. Væri
þetta falleg byrjun.
Stjórnarráðið brást svo vel við málaleitun félagsins,
að það áætlaði 60000 kr. lán til stofnunar kornforða-
búra til skepnufóðurs á fjárhagstímabilinu. Má vænta
þess, að þingið verði stjórninni samtaka í þessu nauð-
synjamáli, og dragi ekki úr upphæð þeirri, sem hún