Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 194
190
BÚNAÐARRIT.
hefir áætlað, því auðsætt er, að hollara er að verja fé
til þess að koma í veg fyrir fellisvoðann, en til hallæris-
lána eftir á — eins og stjórnainefnd búnaðarfélagsins
tekur svo heppilega fram í fyrnefndu bréfi.
Mér þykir og líklegt, að bændur taki fegins hendi á
móti láninu, ef það verður veitt, og hagnýti sér það hyggi-
lega.. Mundu sumir stofna forðabúr með korni eingöngu,
eins og búnaðarfélagið gerir ráð fyrir. Aðrir kynnu ef til vill
að reyna að stofna jafnframt heyforðabúr að nokkru leyti,
og álít eg það heppilegt, einkum í þeim sveitum, sem
hafa nógar slægjur. Og ef sú stefna yrði tekin, að koma
upp heyforðabúrum, annaðhvort eingöngu á sumum stöð-
um, eða samhliða kornforðabúrum, þá mundi þingið síð-
armeir styðja þá viðleitni með fjárstyrk og haganlegum
lögum. Eg geri nefnil. ráð fyrir því, að ef að þingið
veitti nú ríflegt lán til að stofna kornforðabúr, þá sé það
vottur um það, að þingmenn telji fulla þörf á því, að
fjárveitingarvaldið og löggjafarvaldið geri alt það, sem unt
er að gera — eJcki með hótunum og hirtingum, heldur
með viturlegum leiðheiningum og upp'órvandi liðveizlu —
til að reyna að afstýra þeirri svívirðingu, að landsmenn
geri sig ennþá einu sinni seka í almennum horfelli,— og
það einmitt á sama tíma, sem þeir eru að heimta sinn
eðlilega og vafalausa rétt til að mega teljast sjálfstætt ríki.
Ég ætla svo ekki að rita meira um þetta mál að
sinni. Býst við að aðrir taki til máls, sem eru ; færari
mér til að gefa góðar bendingar um tilhögun fóðurforða-
búra, og til að gefa önnur góð ráð til að afstýra land-
plágunni mestu.
Ólafsdal, 4. apríl 1909.