Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 195
íslenzkir skógar.
Fyrirlestur fluttur í Reykjavík 17. nóvember 1808.
Eftir A. F. Kofoed-Hansen skógræktarstjóra.
Skógræktarmál Islands er svo vaxið mál, að það
mundi hafa mikla þýðingu fyrir landið, að það næði sem
fyrst fram að ganga, og ef til vill er það eitt af skil-
yrðunum fyrir því, að velmegun landsins geti aukist.
En til þess, að þetta mál nái fram að ganga, þarf áhugi
allra landsmanna á því að vakna, og þar að auki þurfa
margir þeirra að vinna að því á ýmsan hátt. En þess
verður samt að gæta, að þeir, sem að því vinna, skift-
ast í tvo flokka, sem hvorugur getur án annars verið.
I öðrum flokknum eru þeir, sem stjórnin hetir sett til
framkvæmdar þessu máli, en í hinum eru einstakling-
arnir, og þá fyrst og fremst þeir, sem skóglendið eiga.
Það virðist vera ástæða til að spyrja: Hvað á að líða
langt um, áður en eitthvað heyrist frá hinum síðar nefndu
í ræðu eða riti um þetta mál? Hafl þeir eitthvað um
það rætt, þá verð eg að biðja afsökunar á því, að það
heflr farið fram hjá mér. Þeir sjá nú reyndar ekki eins
mikið af viðurstygð eyðingarinnar eða af leifum fornrar
prýði eins og vér, sem höfum þetta mál eingöngu með
höndum, en þó nóg til þess, að fá tækifæri til að hugsa
um hvorttveggja, ef þeir að eins vilja gefa því gaum.
• Ókunnum manni, sem ferðast hér um landið í því
augnamiði, að kynna sér náttúru og eðlishætti landsins,
hlýtur oft að detta í hug: Ætli að þeir, sem forðum
fluttu hingað á vikingaskipum sínum og tóku sér hér
bústað fyrir þúsund árum síðan, hefðu gert það, ef útlit