Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 196
192
BÚNAÐARRIT.
landsins hefði'þá verið eins og það er nú? Hvað hefði
þá orðið fyrir þeim? Berar hlíðar, ýmist grasi vaxnar
eða malarflákar; hvergi var neitt fyrir hendi, sem þeir
gætu bygt úr hinn lítilfjörlegasta kofa. Ekkert eldsneyti
hefðu þeir fundið, hvorki til þess að smíða vopn eða
verkfæri við, eða til að matreiða við. Eg þarf ekki
annað en benda á, hve Reykjavík væri óaðlaðandi bygð-
arlag, ef bærinn stæði þar ekki. Flestir munu víst vera
i efa um það, að þessi staður hefði verið valinn sem
miðpunktur landnámsins, ef hann hefði litið eins út þá
og nú. Noröarlega voru þeir komnir, og leiðin, sem þeir
höfðu farið, bæði löng og hættuleg. Eg held, að þessir
menn, sem þó hafa áreiðanlega haft bæði kjark og þol-
gæði í ríkum mæli, mundu hafa yflrgefið landið jafn-
skjótt og þeir voru búnir að kanna það til fulls og leit-
að sér að frjósamara og vistlegra bygðarlagi. En þeir
ílengdust nú hér, og því er eðlilegt að álykta svo, að
landið hafi þá haft eitthvert aðdráttarafl, sem það hefir
ekki nú, og það er víst ekki rangt til getið, að það að-
dráttarafl hafi verið hinir þéttvöxnu birkiskógar, sem
hafa prýtt meiri hluta landsins í fornöld, bæði hlíðar,
dali og sléttlendi. Að skógar hafi verið hér er svo auð-
sætt af landslaginu víða, að óhætt er að halda því fram
sem staðreynd, jafnvel þó sagan gæti þess ekki.
Þessi þrjú sumur, sem eg hefi ferðast hér um landið,
hefi eg bæði séð og heyrt nóg til þess, að geta skilið,
hvers virði skógar eru fyrir þetta land, og get vel gert
mér í hugarlund þá fró, er fylt hefir hjörtu þeirra, sem
fyrst komu hingað, þegar skógarnir blöstu við augum
þeirra, því þeir spáðu þeim góðri framtíð í hinu
nýja landi; eg get hugsað mér, með hvílikum fögnuði
þeir hafa lagt leið sína inn undir grænu laufhvelfing-
arnar, til þess að velja sér framtíðarbústað, þegar þeir
voru búnir að fara þessa löngu leið á lágsigldu og veik-
bygðu förunum yíir hafið.
Skógarnir hafa í margar aidir eftir þetta breitt út