Búnaðarrit - 01.01.1909, Síða 197
BÚNAÐARRIT.
193
faðm sinn móti öllum þeim, sem síðar komu, og verið
miKÍls virtir, bæði af sæmdarmönnum og illvirkjum, sem
urðu að yfirgefa hús og heimili, til þess að vera sér úti
um fylgsni. Þeir veittu bæði eldsneyti og byggingarefni
og kol, til þess að smíða við vopn og verkfæri, og þar
að auki varð, því miður, að nota þá til beitar handa
fénaði þeirra, sem fjölgaði óðum. Hér, eins og svo víða
annarsstaðar, skildu menn ekki, hvað mátti bjóða þeim;
þeir eyddu þeim svo smám saman og hugsuðu ekkert um
það. En varla getur neinn vafl leikið á því, að menn
hafi frá fyrstu tíð haft mætur á gildi þeirra.
Að undanteknum skógi í Skaftafellsýslu, sem illfært
«r að komast að, er nú ekki nema einn fullsprottinn
skógur eftir; það er Hallormstaðarskógur við Lagarfljót.
Sjálfsagt er hann miklu t.ilkomuminni en þeir, sem áður
fyrri búðu landnámsmennina velkomna. Hann er ekki
víðáttumikill, víða niðurbrotinn og kalinn, og stofnarnir
skektir og snúnir. En ef maður kemur inn í hann eða
skoðar hann tilsýndar, gefur hann manni þó góða hug-
mynd um það, hve aðdráttaraflið heflr verið mikið fyrrum.
Þegar maður horfir á hann álengdar, getur maður séð,
hve landslagið er miklu fegurra fyrir hann; en ef maður
kemur inn undir laufkrónurnar einn kaldan stormdag,
þá skilur maður fyrst, að það er ekki fegurðin, sem mest
er um vert, því mismunurinn á hitanum þar inni og á
bersvæði er svo eftirtektarverður, að eg dirflst að full-
yrða það, að þegar mestur hluti dalanna og sléttlendis-
ins var skógi vaxinn, þá hefir að jafnaði verið mikill
sumarhiti hér á landi. Hingað og þangað um sléttur og
hlíðar er nú kjarr og skógar á litlum blettum, en geta
þó ekki haft mikil áhrif. En í kring um það og inni í
því verður maður var við hið hlýja og ilmríka sumar-
ioft, eins og í fyrri daga, og það jafnvel þegar manni finst.
kalt og næðingasamt á bersvæði.
Þeir, sem ef til vill efast um, að þetta sé rétt hermt,
þurfa ekki annað en fara þangað og fullvissa sig um, að
13