Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 198
194
BÚNAÐARRIT.
eg hefi rétt að mæla. Eins og eg hefl þegar sagt, er þó
reglulegur skógur á einum stað enn þá, og hafa þegar verið
gerðar ráðstafanir til þess, að mestur hluti hans verði
iátinn standa óhreifður fyrst um sinn. Nokkuð af honum
hefir verið rutt, til þess að næg birta geti kom-
ist að þeiin aragrúa af smáplöntum, sem eru að spretta
upp úr grasinu og seinna meir eiga að taka við af gömlu
trjánum. Af þessum smáplöntum hefði ekki ein einasta
komið upp, ef skógurinn hefði ekki verið friðaður fyrir
fjárbeit fyrir fjórum árum síðan. A liðnum tíma hafa
menn höggvið niður það, sem vaxið var, en fénaðurinn
spornaði við vexti ungviðisins.
Það, sem fyrst af öllu þarf að gera með tilliti til
skógræktarmálsins, er það, að vernda það kjarr, sem enn
er til, á þann hátt, að það geti þroskast og orðið að
reglulegum skógi; en til þess útheimtist:
1. Að skógurinn sje höggvinn á réttan hátt.
2. Að öllum fónaði sé algert varnað frá kjarrinu á
tímabilinu frá 1. október til 1. júní.
Hve langt ætli að líði nú um, þangað til menn
víkja frá gamalli venju, þangað til menn mynda sér
almenna skoðun á skógræktarmálinu, þá skoðun, að því
skuli fylgja af alefli? í því tiiliti gætu biöðin komið
miklu til leiðar, og ef almenn skoðun á málinu í þessa
átt er einu sinni orðm til, mun kreppa meira að þeim,
sem ekki vilja fylgja því. Við hvert, kjarr, sem eyðilegst,
verða líkurnar minni fyrir því, að hægt sé að framleiða
svo mikinn skóg, að það hafi nokkra verulega þýðingu
fyrir landið í heild sinni; og eg hefi fengið nægar sann-
anir fyrir því, að það er ekki iengi verið að eyðileggja
vænlegt skóglendi.
Á þessu ári talaði eg við prest einn á Austurlandi
um skógræktarmálið. Hann hélt þvi fram, að það dygði
ekki að vera óþolinmóður eða að heimta of inikið af
mönnum. Eg get ekki veiið á sömu skoðun; eg álít,
að það só einmitt nauðsynlegt að vekja óþolinmæði