Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 199
BÚNAÐARRIT.
195
og jafnframt koma mönnum til að vinna að einhverju
marki og gera þeim ijóst, hve langur tími útheimtist til
þess að ná því marki, svo að þeir ekki taki fyrir að
hætta á miðri leið.
Eg er viss um, að það er ekki of djúpt tekið í ár-
inni, þó fullyrt sé, að flestallir runnar mundu fá full-
komin skógareinkenni eftir 25 ár, ef þau skilyrði væru
uppfylt, sem eg hefi áður t.ekið fram. Það er hreint ekki
langur tími, þegar um þettá mál er að ræða, og ef vér
liöfum náð því að gera skóga úr öllu því kjarri, sem nú
er 3—5 álnir á hæð og alt loðið af ull, og það þótt þeir
væru ekki hærri en Hallormstaðarskógur — hér um bil
25 fet — þá held eg að þeir mundu mæla með sór
sjáifir og knýja komandi kynslóð til nýrrar viðleitni.
Þeim, sem fyrsta skifti koma hér til landsins, þykir
það fagurt, en fremur eyðilegt. Það vantar skjól í landið.
Hin minstu veðrabrigði geta valdið því, að manni finn-
ist bæði kalt og napurt undir beru lofti. Þapnig er það
ekki í runnunum. Þótt veðuráttufarið sé .siæmt, bæði
kuidi og stormar, þá er þó ávalt hlýtt afdrep einhvers-
staðar þar. Ef maður ferðast um sléttur og fjalllendi í
stormi og sólskini að sumarlagi, þá hefir það fjörgandi
áhrif á mann að fara eftir skógarkjarri, þar sem næð-
inginn tekur af um stund; því þótt sólskin sé, þá finnur
maður þó til næðingsins. Það er ömurlegt að hugsa til
þess, að allir þessir runnar eyðast ár frá ári sökum þess,
að þeir eru ekki höggnir á róttan hátt og vantar friðun;
þeir gætu þó nálega allir orðið að reglulegum skógi.
Fáir hugsa um það, hve dýrmætir þeir eru, ef ætl-
ast er til, að skógræktin nái fram að ganga. Það er hyk-
laust óhætt að fullyrða, að væru þeir runnar og ein-
stakir skógar, sem nú eru til, ekki til, þá væri óðs manns
æði að hugsa til að framleiða skóga, svo að nokkru
næmi, hér á íslandi, og eg get ekki hugsað mór annað,
en að allir þeir, sem með iífi og starfi eru knýttir við
ísland að staðaldri, vilji vinna að þessu ætlunarverki,
13*