Búnaðarrit - 01.01.1909, Side 200
190
BÚNAÐARRIT.
meðan nokkrar líkur eru til þess, að unt sé að fram-
kvæma það. Að svo margir láta sór á sama standa um
þetta mál, kemur til af því, að svo fáir hafa komið á
þá staði, þar sem sjá má, hvað landið hefir verið á fyrri
dögum, og borið það saman við hið núverandi ástand þess.
Eg hefi séð það á Hallormstað og hugsað frekar um
það af því, að eg nú einu sinni hefi þetta mál með höndum,
og eg veit það, að ef jarðvegurinn í dölum og sléttum
annarstaðar er eins og þar, þá væri ísland mjög byggi-
legt land fyrir þá bændur, sem hafa ráð á öllu því, er
nú á tímum getur stutt að þessu. Það er Jeiðinlegt, að
einhver listamaður skuli ekki viJja ómaka sig þangað og sýna
nokkuð af fegurð skógarins. Beztu kaflarnir af þeim skógi
standa eins og minjar liðins tíma og ættu að vera kunnari
og meira eftir þeim tekið en raun er á. Það er undarlegt,
að hann skuli hafa getað haldist svo vel við, þar sem
skógarnir á hinum jörðunum hafa lagst í eyði með öllu.
Eg hefi heyrt þess til getið, að orsökin til þess muni
vera hið mikla landrými á Hallormsstað, og það er mjög
sennilegt, því það, sem talið er heimahagar á Hallorms-
stað, er víst eins víðáttumikið og heimahagar og úthagar
til samans á hinum jörðunum.
Skógurinn hefir ekki verið fullkomlega varinn þessi
ár, síðan skógræktin byrjaði, því hann hefir ekki verið
afgirtur nema á tvo vegu, að sunnan og norðan; féð
hefir þess vegna getað komist þangað inn hindrunar-
Jaust ofan úr fjallhögunum á sumrin, og hefir þá orðið
að reka það þaðan út, þegar það hefir verið komið þang-
að i stór hópum. En þrátt fyrir það getur maður séð
ungviðið þjóta upp þétt og þétt þar, sem trén eru svo
þroskuð, að þau geta borið frjómögnuð frækorn. Af því
getur maður séð, að sumarbeitin gerir mjög lítinn skaða,
on vetrarbeitin aftur á móti gereyðileggur skógvöxtinn.
Ef kjarrið á að geta þroskast, þá verður að verja það
fyrir öllum fénaðar-ágangi að vetrinum, og enginn getur
komið mér til að ætla það, að nokkrum kjarreiganda