Búnaðarrit - 01.01.1909, Qupperneq 201
BÚNAÐARRÍT.
197
sé það ofvaxið, ef hann að eins vill. Ef svo bæri við,
að hann hefði ekkert annað fóður handa fénaði sínum.
en einmitt skógarlim, þá ætti hann heldur að höggva
það af hríslum, sem standa utan við runnana, og gefa
fénu það svo, heldur en að hleypa fénu inn í runnana.
Það væri erfiðara fyrir mennina, en fénaðurinn mundi
áreiðanlega þrífast af því á þenna hátt, ef hann væri
hungraður á annað borð. Eg get ekki skilið, að það sé
íétt, sem eg hefi heyrt haldið fram, að fénaðurinn geti
ekki þrifist, ef hann er hafður í svo miklu aðhaldi á
vet.runr; mér finst óskiljanlegt, að það geti haft nokkur
veruleg áhrif á heilbrigðisástand hans, enda hefi eg lika
lieyrt þeirri skoðun mótmælt af mönnum hér á landi.
Þegar menn telja svo mikil vandkvæði á, að fram-
fylgja friðun skóganna á vetrum, þá get eg svo vel
skilið, að orsökin til þess sé sú, að það snertir svo
mjög hag bænda. Það er mikill hagnaður að þvi, að
geta hleypt fénu inn í runnuna, þegar farið er að liða
á veturinn og heyið ei- orðið lítið, og það er líka gott
að hugsa til þess, að geta notað kjarrið framan af vetr-
inum; þá endist heyið svo miklu lengur frameftir. En
að nota náttúrugæði landsins á þann hátt, að þau þrjóti
ineð öilu, er hin mesta óhæfa; því verður ekki á móti
mælt og það ætti að vera hegningarvert í almennings-
álitinu, ef það annars nokkuð væri í þessu máli; og ef
nokkurt aimenningsálit væri til, þá mætti hjáipa
þessu miki.ð áfram með lögum. Eins og nú standa sakir,
held eg að lögin geti ekki náð lengra, en að koma góðri
skipun á skógarhöggið. Friðunin á veturna verður að
vera komin undir sjálfsviija skógareigandans, og það er
ekki víst, að hann fari rétt með hann; því það er ekki
fcomið inn í meðvitund þjóðarinnar enn þá, að skógar-
kjarrið sé dýrmætt, og að það sé hvarf skóganna, sem
hefir átt mestan þáttinn í því, að jarðvegurinn hefir sundur-
grafist og blásið svo upp á liðnum tíma, að nú virðist
;Úlsendis ómögulegt, ab byggja það upp aftur, sem brotið er.