Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 202
198
BÚNAÐARRIT.
í fyrra sumar spurði eg einn óðalsbónda, sem átti
dálítið skóglendi, hvort hann héldi að hægt væri að
verja það fyrir fénaðar-ágangi að vetrinum til, þó bað
væri ekki girt. Hann svaraði eiginlega ekki spurning-
unni, en sagðist heidur vilja brenna kjarrið af og gera
þar haglendi, en að mega ekki hafa fé sitt þar. En
hvers konar haglendi það yrði, þegar búið væri að brenna
kjarrið, getur maður séð um hlíðar og dali um alt land.
Kjarrið stóð i brattri brekku; ef það yrði brent af, svo
að ræturnar rotnuðu og dæju, mundi vatnið í rigninga-
tíð mynda stóra læki og velta í stríðum straumi niður
brekkuna; þeir rnundu róta upp grasrótinni og tæta
hana 1 sundur og skola moldinni með sór niður í ána;
— en meðan kjarrið fær að standa, veitir það vatninu
mótstöðu, svo það kvislast í smá-æðar hingað og þangað.
í þurkatíð mundi vindurinn taka við af vatninu og
tæta grasrótarleifamar með sér og feykja moldinni i
þykkum mekki yflr landið og út á sjó. I staðinn fyrir
skógarkjarrið mundi nú mæta auganu grjótauðn, þakin
stórgrýti og hraunhellum.
Meiri hiuti allra fjailshlíða líta þannig út að neðan-
verðu, og hefir það orðið á þennan hátt. Komið norður
í Fnjóskadal og horflð úr vesturhlíðinni á austurhiíðina;
á milli kjarrsins og skógarrunnanna, sem enn eru all-
væniegir, sjáið þér stór melflæmi. Gangið siðan yfir
ána.og nemið staðar í austurhlíðinni og horfið yfir í
vesturhliðina. Þar hefir eitt sinn verið skógur, en nú
sést ekkert eftir af honum. Svo langt sem augað eygir
í norður og suður, skiftast melflákar og grasflákar á,
hér um bil að jöfnu. Vér skulum svo halda lengra
aust.ur á bóginn, þar til vér komum austur í Bárðardal
við Skjálfandafljót. Þar heflr austurhlíðin verið skógi
vaxin víða fyrir hér um bil 50 árum síðan, eftir því
sem fólk segir, en nú sór maður ekken nema grjót-
auðnir þar og smá-giastór hingað og þangað.
Skógareigandi sá, sem eg gat um áður, viidi nú