Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 203
BÚNAÐARRIT.
199
gjarnan varðveita skóginn sinn, en sumnm er víst líka
hálf-illa við skóginn, af því hann tætir svo oft ullina
af fénu, og þeir álykta því, að betra væri að skifta á
skóginum og fá auðnir í staðinn. Hin rétta ályktun í
þessi efni væri þessi: Kjarrið sviftir mig nokkru af
ullinni minni; fyrst svo er, þá skal eg gera það gisnara,
svo það nái að þroskast og verða að skógi, — með því
móti held eg ekki einungis allri ullinni, heldur fæ eg
um leið gott beitiland; þar geta bæði hestar og fé haldið
sig alt árið í skjóli fyrir öllum næðingi.
Aðrir, sem eg hefi minst á vetrarfriðunina við,
hafa látið þá skoðun í ijósi, að það væri ókleift að friða
nema með því, að girða í kringum kjarrið alstaðar. Ef
maður telur alt kjarr skóg, eins og maður hefir
rétt til að nokkru leyti, því það er alt skógur á fyrsta
þroskastigi, þá er ísland ekki eins skógsnautt eins og
margir virðast helzt vilja álíta. Skóglendis-leifarnar til
samans eru víðáttumiklar og þeim haganlega niðurraðað.
"Vér setjum nú svo, að alt það flæmi væri þakið full-
þroskuðum skógi, þá mundu bændurnir í Fnjóskadal og
Ljósavatnsskarði hafa nægilegt eldsneyti árið um kring.
Hið sama væri og að segja um Fljótsdalshérað, Faxa-
flóa-undirlendið og mikinn hluta Árness og Rangárvalla
sýslna.
Lög um verndun skóga ættu í fáum orðum að
hljóða þannig:
1. Skógarhögginu á að haga þannig, að gera hann
gisnari og varast að höggva alveg af heilum svæð-
um. Enginn má heldur rífa upp rætur eða fjalldrapa.
2. Enginn má láta fénað ganga í skóginum frá* 1.
október til 1. júní, og geitum skyldi halda frá þeim
árið um kring.
Fyrri greinin gæti varla sætt miklum mótmælum,
!|j Moðan cg var uppi í sveit í vetur komst ég að því, að
°kki þarf að friða skóginn fvrri en í desemþermánuði.