Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 204
200
BÚNAÐARRIT.
því eftir henni yrði skógarhöggið meira en nú á sér al-
ment stað. Skóginum yrði þá skiftniður í 6—10 parta,
og ^/g—Vio partur — eftir gæðum skógarins — yrði svo
ruddur á hverju ári. Maður kæmi þá að þeim
parti, sem maöur byrjaði á, eftir 6—10 ár. Með
þessari aðferð geta hinar einstöku hríslur fengið rúm
til að vaxa bæði á hæð og gildleika, og þá getur snjór-
inn ekki sveigt þær til jarðar, eins og þegar þær standa
mjög þétt saman.
Síðari lagagreinin mundi mæta mikilli mótspyrnu,
og hún þyrfti afdráttarlaust fylgi mikils þorra manna,
ef henni ætti að verða fullnægt af hiutaðeigendum. Það
væri óskandi, að það fylgi væri til hjá meiri hluta lands-
manna, að þeir fyndu hvöt hjá sér til, að tala fyrii-
þessu máli, því það er lifs-skilyrði fyrir skógræktar-
málið.
Vetrarfriðunar-tímabilið þyrfti ekki að vara lengur
on í 20 ár; og fengju jafnvel sumir skóganna að vera í
friði i 12—15 ár, og ef rétt væri farið með þá, þá væri
áreiðanlega óhætt, að hleypa fénu í þá aftur. Þá væru
þeir orðnir svo háir, að þeim væri engin hætta búin af
því, að minsta kosti ekki á suðurhluta landsins, þar
sem vetrarríkið er minna. Það er bjarta hliðin á þessu
máli, að það eru tiltölulega fá ár, sem svo þarf að
herða á böndunum.
Það sýndi sig á sínum tíma í Danmörku, hvað
vetrarbeitin gat verið skaðleg fyrir skógana, og eru þó
vaxtarskilyrðin ágæt þar. Eg ætla að koma með nokk-
ur dæmi úr bók Christians Vaupells, sem heitir: „De
danske Skove“. Hún er talin ein hin bezta í skógræktar-
bókmentum Dana. Höfundur hennar var óvenjulega
skarpskygn hvað líf skóganna snerti.
Á einum stað í bókinni stendur: „1757 var sá
dómur lagður á skógana, að þeir sóu ýmist höggnir upp
til agna, eða svo gisnir og nærri eyðingu, að allir fylt-
ust gremju og skapraun við að hugsa til þess“. A