Búnaðarrit - 01.01.1909, Side 205
BÚNAÐARRIT.
201
öðrum stað skýrir höfundurinn frá því, hvílíkum fram-
förum landbúnaðurinn hafl tekið í byrjun 19. aldarinnar
og spyr þvi næst:
„Hvernig fáum vér gert oss skiijanlegt, að jafn-
framt þessu hafa skógarnir þroskast og vaxið með því-
líkum blóma, sem áður hefir ekki þekst, og gróðurlíflð i
skógunum orðið svo margbreytt, að því verður varia
með orðum lýst, þó ekkert. væri á þá borið né rækt við
þá lögð?“
Hann svarar svo þannig:
„Það sem kom þessari gagngerðu breytingu á ásig-
komulag og samsetning skóganna var fyrirskipan su,
er gerð var 17. sept. 1805 um það, að skógunum skyldi
skifta, en eigi lengur vera almenningur. Þar með var
fjárbeitin í skógunum bönnuð, og hún var ekki einungis
niðurdrep fyrir skógana, heldur og fjötur á frelsi þeirra,
og ok, sem marði vöxt þeiira".
Þá kemur friðunin einnig til umræðu með tilliti
til nýju gróðurreitanna. Það var ekki hægt að hafa þá
svo marga í byrjun, sem þörf var á, vegna fjárfjöldans,
sem rásar um alt hirðingarlaus. Það mundi verða alt
of kostnaðarsamt, að girða svo mörg og stór svæði, og
alt of erfltt fyrir menn, að gæta girðinganna og halda
þeim við.
Setjum svo, að það væri ákveðið, að græða út,
suðurhlíð Fáskrúðsfjarðar með skógi. Hún hefir eitt
sinn verið skógi vaxin, og getur maður enn séð þess vott.
Eftir því sem sagt er mundu gamlir menn eftir skógar-
kjariinu, sem náði niður að sjó. Ef nokkur friður væri
fyrir fénaðinum, þá væri þetta ekki ógerningur. Það
mætti fá svo mikið birkifræ bæði frá Hallormsstað,
Hálsi og úr Skaftafellssýsluskógunum, að það nægði til
þess að sá í alt svæðið á 4—5 árum. En eins og nu
standa sakir, væri það ónýtt verk, því allar þær plöntur,
sem komið gætu upp af þvi eftir 2—3 ár, yrðu upp-
étnar af fénaðinum. Þar yrði maður líka ver staddur,