Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 206
202
BÚNAÐARRIT.
en þar sem skógarkjarr er fyrir, þvi fénaðurinn mætti
aldrei á árinu koma nálægt nýgræðingnum. Féð gæti
ekki aðgreint smáplönturnar frá grasinu, heldur biti
það hvort með öðru.
Það liggur því í augum uppi, að nauðsyn ber til
að girða gróðrarstöðvarnar, og verður því að gera minni
kröfur til stærðar þeirra en ella. Litlir gróðrarreitir
geta líka haft mikla þýðingu, ef þeir eru hafðir á rétt-
um stað, eins og skjólreitur fyrir túnin; þeir eiga að
vera þeim megin túnsins, sem stormurinn oftast stend-
ur á, og vera frá 20 til 25 álnir að þvermáli. Þeir
þurfa ekki að verða tiltakanlega hávaxnir til þess, að
hafa holl áhrif á grasvöxtinn, og það iangt út frá sér.
Eg man vel eftir því, hvað grasvöxturinn var bágborinn
norðanlands í fyrra á þeim túnum, sem stóðu á ber-
svæði. Slátturinn var ekki byrjaður þar i miðjum júlí,
þegar eg fór þaðan. En aftur á móti var fyrir löngu
búið að slá túnið á Búðarlæk, því það stóð í skjóli fyrir
norðannæðingnum; þar var ágætur grasvöxtur og góð
uppskera.
Þess konar gróðurreitir útheimta ekki meiri kostnað til
girðingar, kalkáburðar og annarar vinnu en svo, að hverjum
einstakling ætti ekki að vera ofvaxið að koma þeim upp,
ef stjórnin kostaði sáninguna eða plöntunina. Skemti-
garðar við kaupstaðina mundu verða dálítið kostnaðar-
samari, en þar gæti kostnaður jafnast á fleiri menn,
sem tækju þátt í því. Þess konar skemtigarði verður
-komið upp á Seyðisflrði á næsta ári.
Eg hefi ekki enn þá minst á skógana á Hálsi og
Vöglum. Það er íull ástæða tii, að beina eftirtekt manna
að þeim, því þeir eru sjálfsagt verðmætastir allra skóga
hér á landi, og úr þeim mætti fyr gera reglulegan skóg
en öllum hinum, sem eg hefl getið um. Eí þeir væru
ruddir tvisvar með 6 ára millibili, þá mundi mikill hluti
þeirra breytast í verulegan skóg með samfeldri lauf-
hvelflng; en til þess þyrfti meiri vinnukraft en hægt er