Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 214
210
BÚNAÐARRIT.
ástæður leyfa, einkum Austur-Barðastrandarsýslu,
Strandasýslu og Norður-ísafjarðarsýslu.
5. Ráðunauturinn Hannes Jónsson hélt fyririestur um
framtiðar-starfsemi Sambandsins og sérstaklega um
túnrækt og áburðarefni.
Þetta ár fékk Sambandið 2000 kr. styrk frá
Búnaðarfélagi íslands og 200 kr. til verkfærakaupa.
Með því að óhjákvæmilegt var, að hafa húsnæði
fyrir verkamenn Sambandsins við gróðrarstöðina og til
verkfærageymslu, keypti það hús, er stendur rétt hjá
gróðrarstöðinni; kostaði það ásamt nauðsynlegri aðgerð
um 2000 kr. Allar árstékjur Sambandsins voru rúmar
2600 kr., auk þess er það átti í sjóði frá f. á.; hrökk
fé þetta ekki nærri því til að inna af hendi hin
nauÖsynlegustu útgjöld, og skuldaði Sambandið því í
árslok yfir 1100 krónur. Reikningur Sambandsins þetta
ár er enn ekki endurskoðaður eða úrskurðaður, og verð-
ur því ekki birtur í þetta sinn.
Ráðunautur Sambandsins ferðaðist um alt Sambands-
svæðið þetta ár, til að leiðbeina bændum í búnaði og
vekja áhuga þeirra á landbúnaðinum, og er skýrsla hans
um það feiðalag prentuð hér á eftir, ásamt skýrslu hans
um gróðrarstöðina.
Sambandið misti einn af æfi-félögum sínum þet.ta
ár, Guðjón ráðunaut Guðmundsson, er andaðist 13. maí
síðastliðinn. Hann var, eins og áður er á vikið, fyrsti
hvatamaður þessa félagsskapar og hinn bezti styrktar-
maður Sambandsins þennan stutta tíma, er hans naut við.
Sambandinu er því mikil eftirsjá að þessum unga manni,
er var líklegur til að vinna því og landbúnaði voruin
yfirleitt mikið gagn, hefði honum endst lengri aldur.
Yerkefni þessa unga félagsskapar er mikið, en efnin
lítil. En viiji Yestfirðingar taka höndum saman og
styðja Sambandið með ráðum og dáð, þá getur það
orðið að gagni fyrir þennan útkjálka lands vors, er hing-
að til hefir svo mjög farið vaihluta af flestu þvi, er til