Búnaðarrit - 01.01.1909, Síða 216
212
BÚNAÐARRIT.
stæðu sakir; ennfremur leitaðist eg við að skýra hug-
mynd þá, sem lægi til grundvallar fyrir stofnun Sam-
bandsins, og hvert verksvið það ætti að eiga framvegis,
því mér fanst nauðsyn bera til, að bæði eg og aðrir
fengju sem Ijósastan skilning á þessum félagsskap, því
mörgu góðu félagi og stofnun heflr það orðið að aldur-
tila bæði hór og annarsstaðar, að hlutaðeigendur hafa
ekki haft nægiiega glögt yfirlit yfir starfssvið og starfs-
þol þeirra, og þess vegna gert sér alt of glæsilegar vonir
um fljótan og góðan árangur, og þegar þær vonir hafa
ekki ræzt að fullu, hefir áhuginn dofnað og alt leyst í
sundur og fallið um koll. Þá var það og tilgangurinn
með ferðinni, að mönnum gæfist kostur á að leggja fyrir
mig spurningar búnaðinum viðvíkjandi, sem eg svaraði
eftir föngum.
Áður en eg lagði á stað, hafði stjórn Sambandsins,
í samráði við mig, sent öllum formönnum búnaðarfélag-
anna innan Sambandsins bréf með tilkynningu um, hve-
nær eg væri væntanlegur, og tilmælum um, að þeir boð-
uðu fólagsmenn á fundi. Allir brugðust vel við þessum
tilmælum. Á aðeins þrexnur stöðum, Patreksfirði, Múla-
sveit og Gufudal, fórust fundir fyrir vegna veðurvonzku
og þar af leiðandi mannfæðar. — I alt mætti eg á 12
fundum.
Perðin gekk vel og viðtökurnar undantekningarlaust
ágætar. — Á fundunum kom hvervetna í ijós áhugi og
iöngun til að gera það, sem hægt væri, til umbóta land-
búnaðinum. Alstaðar kom það fram, að löngunin er
að verða sterkari og sterkari til þess að fara vei með
ábýlið sitt, reyna að gera það að þægilegum og lífvæn-
legum stað fyrir sig og sína, en því miður vantar sum-
staðar þekkingu og viljaþrótt til að gera þessa ósk að
veruleika, og þess ætti löggjafarvald vort að minnast og
reyna að greiða götuna að svo miklu leyti sem það getur.
23. apríl lagði eg af stað í ferð inn í Djúp. Til-
gangurinn var hinn sami og í fyrstu ferðinni. Eg hélt