Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 217
BÚNAÐARKIT,
213
fundi á Nauteyri og í Vatnsflrði og kom heim 29. s. m.
eftir 6 daga ferð.
Bftir tilmælum búnaðarfélagsins í Sléttuhreppi fór
eg norður þangað 11. júní til að skoða þá sveit. — Nyrst
fór eg til Hesteyrar og dvaldi þar einn dag. Jörðin Ilest-
eyri er nú skift á milli margra manna, og þar risið upp
töluvert þorp með einni verzlun. Plestir húseigendur þar
hafa dálitla grasnyt, en aðalatvinnuvegurinn er þó sjávar-
útvegur, og hafa þeir á seinni árum fengið nokkra véla-
báta. Þeir hafa girt Hesteyrartúnið, ræst nokkurn hluta
þess og grætt það töluvert út. Mikið mætti þó bæta
það enn, með þvi að ræsa það betur og rifa úr því grjót
og slétta það. A Hesteyri er afkoma manna góð, og
óvíða hef eg komið í sjávarþorp, þar sem alt hefir litið
eins hreinlega út og verið jafn-vel umgengið og þar; má
það víst mikið þakka verzlunarstjóra Sig. Páissyni, senr
sjáanlega heflr gengið þar á undan með góðu eftirdæmi.
Inn með Hesteyrarfirðinum, rétt inn af Hesteyrar-
þorpinu, eru mýriend höll við fjallsræturnar, og sléttar
eyrar við sjóinn. HöJlin eru notuð til slægna, en þau
eru alt of blaut; þyifti að gera þar víða smáskurði til
að þurka upp keldurnar og halda þeim þurrum um sláttinn.
Skurðinn mætti svo-stífla að áliðnu sumri, og látá vatnið
Jiggja á yfir haustið og veturinn og fram á vor, þar til
mestu kuldar væru búnir. Gæti það naumast kostað
mikið fé, en mundi verða til stórra bóta. Vel mætti
gera höllin að túni, væru þau þurkuð, girt og sléttuð;
mundi það reynast auðsóttara og eftirtekjumeira verk,
heldur en rækt.un melanna og grjótholtanna við og í
Hesteyrartúninu.
Á þessu verki eru Hesteyringar líka byrjaðir, þótt
í smáum stíl sé enn þá. Þegar eg kom þangað, höfðu
þeir keypt töluvert af vir og stólpum og afráðið að girða
nokkrar dagsláttur af höllunum og eyrunum. Eg kom á
staðinn og leist allvel á hann og útvegaði menn til þess,
að sjá um bygging girðingarinnar. — Ætla þeir fyrst,