Búnaðarrit - 01.01.1909, Síða 218
214
BTJNAÐARRIT.
að nota þetta land fyrir nátthaga, en ekki mun liða
langt um, áður en svo mikil rækt kemst í það, að vel borgi
sig að slá það, og vonandi verður þá farið að sýna því
meiri sóma.
Prá Hesteyri fór eg til Aðalvíkur. Þar er sjósókn
mikil og ganga þaðan nokkrir vélabátar. Tún jarðanna,
sem liggja við Yíkina, eru allstór, en þau eru allbiaut
og þýfð og þyrftu mikillar viðgerðar, til að komast í
þolanlega rækt. Fyrsta sporið heíir þó þegar verið stigið,
því búið er að girða þar með torfgörðum og skurðum.
Girðingin er þó fremur léleg, en mætti gera góða með
því, að setja vír ofan á hana. í Aðalvík er landlegt:
mikið og grösugt undiilendi. — Við Víkina er stór mýrar-
flói, sem mætti gera að bezta engi, væri hann þurkaður,
en það mundi kosta töluvert fé. Væri ráðist í að skera
hann fram og veita á hann vatni, þá er sjálfsagt, að
láta mæla hann og gera kostnaðaráætlun, áður en byrjað
er á aðalverkinu.
Frá Aðalvík fór eg sjóveg yfir Víkina að Látrum,
sem liggja að norðanverðu. Á Látrum er nú verzlun,
og þar risið upp töluvert þorp við Látratúnið. Lítið
hefii- verið unnið þar að jarðabótum, enda óhægt aðstöðu,
því húsin standa á melum og mjö'g jarðvegsgrunnum
holtum. Með nýtni og hirðusemi mætti þó smátt og
smátt græða þessa mela og rækta, ef slor, þang og
annað rusi væri borið á þá, og þannig látið mynda
jarðveg.
Innan við Látratúnið er allstórt vatn og milli þess
og sjávarins stór sandsletta. Sandurinn heíir sjáanlega
myndast á þann hátt, að fjallshlíðin hefir blásið upp,
og sandurinn fokið þaðan á láglendið. Fyrir 30—40 ái-
um var sandslétta þessi alveg gróðurlaus, en á seinustu
árum hefir hún gróið talsvert upp. Aðal-grastegundin
er melur (elymus arenaria) og auk hans fáeinar aðrar
sandjurtir. Með fram vatninu er komin töluverð gras-
ræma og jurtirnar þar aðallega mosi og fáein hálfgrös.