Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 219
BÚNAÐARRIT.
215
Líklegt þætti mér, að flýta mætti fyrir gróðrinum, ef sáð
væri melfræi á sandinn, og hann varinn fytir skepnum
að sumrinu, meðan melurinn væri að blómgvast og
þroska fræ. Sáningin gæti naumast kostað mikið, en
ef ekkert er aðgert, getur sandurinn enn fengið yfir-
höndina, og þá eyðilagt meðal annars Látratúnið.
Aðal-atvinnuvegur Slóttuhreppsmanna er sjávarút-
vegur, en þó er þa>' töluverður landbúnaður og mikill
styrkur að honum, einkum ef sjórinn bregst. — Sveitin
er snjósæl og veðurát.ta þar köld, einkum í ísa-árum, en
þrátt fyrir harða veðuráttu er grasvöxtur þar oftast góð-
ur og meiri jarðvegur og minna grjót en viðast annars-
staðar á Vestfjörðum, og af því leiðir, að sveitin liggur
vel við jarðabótum, og það er trú mín, að hún eigi
töluverða framtíð fyrir höndum.
Prá Látrurn fór eg til ísafjarðar og kom þangað
15. s. m.
Hinn 14. ágúst lagði eg á stað í ferð, fyrst vestur
til Dýrafjarðar, og þaðan inn í Djúp yfir Steingríms-
fjarðarheiði, og ferðaðist um nokkurn hluta Norður-
Strandasýslu.
Tilgangurinn með þessari ferð var að kynna mór
sveitina, leiðbeina mönnum og undirbúa búnaðarnáms-
skeið, sem ákveðið var að halda í Strandasýslu.
Eg verð að álíta, að þessi tími ársins, slátturinn,
sé óheppilegur til svona ferðalaga. Allur þorri bænda
er þá í heyönnum og því mjög óhægt að ná í þá til
viðtals. — Bæði af þessu og jafnframt því, að eg þurfti
að hraða ferðinni, gat eg ekki komið við nema á tiltölulega
fáum stöðum, og þar af leiðandi hvergi nærri kynt mér
eins vel ástandið og æskilegt væri.
í Inndjúpinu og einkum á Langadalsströndinni eru
viða gildir bændur, sem hafa bætt jarðir sínar að mikl-
um mun. Eg vil sérstaklega benda á Kristján Þorláks-
son, bónda í Múla. Hann hefir bygt upp öll hús á jörð-
inni, þar á meðal vandað ibúðarhús úr timbri, og í