Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 220
216
BÚNAÐARRIT.
sumar var hann að enda við að byggja steinsteypt fjós
og haughús með járnþaki. Túnið er algirt, stórum
aukið og mikið af því sléttað, þó óhægt hafi verið að-
stöðu vegna bratta og grjóts. Múli var iélegt kot, þegar
Kristján kom þangað, en er nú orðin góð jörð, með
stóru og grasgefnu túni. Furðar mig á því, að Kristján
skuli ekki vera búinn að fá opinbera viðurkenning fyrir
starf sitt. — Sama má segja um Laugaból, Arngerðar-
eyri og Rauðumýri; þar hefir verið mikið gert, og alt
öðru vísi er þar umhorfs nú, en íyrir fáum áratugum
síðan.
Aðal-atvinnuvegur inndjúpsmanna er landbúnaður,
en þó stunda þeir sjó að mun í veiðistöðunum við
Útdjúpið aila tíma árs, að slættinum undanskildum.
Steingrímsfjörður er í mikilli framför. Húsa- og
jarðabætur almennar og menningarbragur á búskapnum
í mörgum greinum. Kaupfélagið og Heydalsárskóiinn
hafa áreiðanlega haft mikla þýðingu í þessu efni. -—
Á Heydalsá fókk eg húsnæði handa búnaðarnámsskeiðinu,
sem ákveðið var að haldið yrði strax eftir nýjár.
I Steingrímsfirði lifa menn hór eingöngu af land-
búnaði, þótt landið sé víða grýtt og hrjóstrugt. Tölu-
verð þægindi eru þar þó oft að sjóróðrum að haustinu.
Fi’á Steingrímsfirði fór eg til Reykjarfjarðar. Land-
búnaður er lítið stundaður þar, en sjórinn aðalbjörgin.
Til Reykjarfjarðar er mikil sigling að sumrinu, einkum
flskiskip útlend og innlend, sem sækja þangað til ís- og
beitukaupa.
Frá Reykjarfirði fór eg Skörðin til Trékyllisvíkur.
Af Skörðunum var mjög falleg útsýn yflr Vikina. Inn
af henni blasti við breiður dalur, grænn og grasi vaflnn,
með á í bugðum, Húnaflói spegilsléttur og sólskin og
sumarblær yflr landinu. Þá var ekkert, sem minti á
snjó, hafís og þokur. Úr Víkinni fór eg svo til Norður-
fjarðar og þaðan til Ófeigsfjarðar. Guðmundur Póturs-
son, bóndi í Ófeigsflrði, er mesti framkvæmdarmaður