Búnaðarrit - 01.01.1909, Side 221
BÚNAÐARRIT.
217
aveitarinnar, hefir stórum bætt ábýlisjörð sína og setið
hana mjög vel.
Siðastliðið sumar var mjög hagstætt fyrir Arnes-
hreppsbúa. Góðviðri og þurkar og þar af leiðandi mikill
og góður heyfengur, því grasvöxtur er vanalega mjög
góður þar nyrðra. En þau sumurin eru færri, sem þannig
viðrar. Hitt er algengara, að sífeldar þokur, súld og
óþurkar eyðileggi að meira eða minna leyti heyfeng
bænda, og oft ber það við, að töður hirðast ekki fyr en
eftir höfuðdag. Einkum er þetta tiJfellið í hafísárum,
en oftar á það sór þó stað, því seinustu 3—4 árin
höfðu gengið þar sífeldir óþurkar, og hey lit.il og stórskemd.
Það, sem sórstaklega gæti bætt úr þessu og gert sveitina
byggilega, er súrheysverkun, og væri mjög nauðsynlegt,
að hún yrði reynd þar og almenningi kunn. Um súr-
heysverkun eru til ýmislegar ritgerðir, bæði í Búnaðar-
ritinu og Andvara, sem gætu verið mönnum fullnæg-
jandi leiðbeining í því efni.
Frá Norðurfirði tók eg mór far með Skálholti t.il
ísafjarðar og kom þangað 14. ágúst.
25. ágúst lagði eg á stað með „Laura" til Akur-
eyrar. Erindið var að mæta þar á fundi, sem forstöðu-
menn tilraunastöðvanna á Akureyri, Reykjavík, Eiðum
og ísafirði áttu með sér að tilhJutun Landbúnaðarfé-
lagsins samkvæmt áskorun aðalfundar Búnaðarsambands
Vestfjaiða. Verkefni þessa fundar var að ræða og gera
tillögur um, hvaða og hverskonar tilraunir væri nauð-
synlegast að gera á næstu árum, og semja reglur um
fyrirkomulag þeirra, sem svo yrðu bindandi fyrir allar
tilraunastöðvarnar. Þetta er mjög nauðsynlegt, því bæði
sparar það peninga, og gerir alla tilraunastarfsemina
mörgum sinnum ábyggilegri. — Fundargerðin verður birt
í Búnaðarritinu og útdráttur af henni i „Frey“, og sleppi
eg því að geta hér um íundinn að öðru leyti.
Til ísafjarðar kom eg svo aftur 14. sept.
22. sept. lagði eg á stað í ferð suður Vestfirði til