Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 222
218
BÚNAÐARRIT.
Barðastrandar og Rauðasands, samkvæmt fyrirmælum
aðalfundar Búnaðarsambandsins og tilmælum hlutaðeig-
andi búnaðarfélaga. Erindi mitt var meðal annars að
grenslast eftir, hvar heppilegast væri að setja á stofn
gróðrarstöð í Barðastrandarsýslu.
Barðaströndin er mjög falleg og björguleg sveit, en
þrátt fyrir það hefir búskapur þar til skamms tíma verið
slæmur. Nú er sveitin að rétt.a við og töluverður áhugi
að vakna á jarðabótum. — Fáar sveitir hér á landi munu
betur fallnar til garðræktar, einkum kartöfluræktar, en
Barðaströndin, enda er hún töluvert stunduð, en gæti
orðíð mikið meiri, einkum ef samgöngur við ísafjörð og
aðra Vestfirði yfirleitt bötnuðu, því þar mundi fást nægur
markaður fyrir kartöflur. — Nú er nýstofnað búnaðar-
félag á ströndinni og sýnir það vaknandi áhuga, og von-
andi er, að það beri gæfu til að greiða fyrir búnaðar-
framförum á ýmsa vegi.
Óvíða mundi gróðrarstöð í Barðastrandarsýslu vera
betur í sveit komin en í Haga á Barðaströnd. Aðal-
gallinn þar í bráðina er sá, að enginn maður er þar eða
i sveitinni, sem gæti tekið að sér að starfrækja hana.
Gróðrarstöð þar gæti haft mjög mikla þýðingu, og þá
ekki sízt fyrir garðræktina.
Af Barðaströndinni fór eg Sandsheiði til Rauðasands.
Rauðisandur er mjög snotur og björguleg sveit, en nokkuð
afskekt. Þar hefir verið unnið að undanförnu mjög
mikið að jarðabótum, sérstaklega að girðingum og vatns-
veitingum. Sumstaðar hafa jarðabætur þessar verið
unnar í mjög stórum stíl, t. d. hjá Ólafi Thorlacius í
Saurbæ o. fi.
Af Rauðasandi fór eg yfir fjallið að Sauðlauksdal
og þaðan kringum Patreksfjörð að Eyrum. Landið í
kringum Patreksfjörð er mjög hrjóstrugt og erfitt til
ræktunar, enda lítið unnið að jarðabótum nema á Eyrum;
þar hefir verið gert töluvert á seinni árum, einkum
grædd út tún.