Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 223
BÚNAÐARRIT.
219
Frá Eyrum íór eg Mikladal til Tálknafjarðar. Sá
fjörður er mun grösugri og sveitarlegri en Patreksfjörður.
Á seinni árum hefir iíka verið unnið þar töluvert að
jarðabótum og garðrækt aukist að mun.
Frá Tálknafirði fór eg til Bíldudals. Þar skoðaði
eg mjólkurbú þeirra Bílddælinga. Búið er eign hlutafélags
„Verðandi", sem keypti jörðina Hól með hjáleigum og
setti þar á fót mjólkurbú, er hafði þann tilgang, að
framleiða næga og ódýra mjólk handa þorpsbúum. —
Félagið heflr til þessa staðið sig allvel og þó selt mjólk-
ina fremur ódj'ra, 16—18 aura pottinn. Það sem Bíld-
dælingar hafa gert í þessu efni er áð minni hyggju
spor í rétta átt, og gæti um leið veiið bending til ann-
ara um það, á hvern hátt heppilegast væri að bæta úr
mjólkurskortinum, sem víða er mjög tilfinnanlegur í
sjávarþorpum og kauptúnum hér á landi.
Frá Bíldudal tók eg mér far með „Laura“ og kom
til ísafjarðar 14. okt.
Á aðalfundi Búnaðarsambandsins var samþykt, að
reyna að koma á búnaðarnámsskeiði í Barðastrandar-
sýslu. Á ferð minni í haust undirbjó eg þetta, mál, og
var þá ákveðið, að námsskeiðið skyldi haldið á Patreks-
firði. — Hinn 5. des.br. lagði eg á stað frá ísafirði til
að kenna við námsskeiðið, og var til ætlast, að það byrjaði
8. s. m., en sökum ótíðar gat það ekki byrjað fyr en
10. des. og stóð yfir til 20. s. m„ eða í 11 daga. —
Kenslan fór fram í barnaskólahúsinu á Patreksfirði.
Námsskeiðið var mjög vel sótt, þegar tekið er tiilit til
þess, að undirbúningstíminn var ónógur, og einkum þess,
að allur þorri manna í grend við Patreksfjörð stundar
meira sjóinn en iandið. Alls voru 26 fastir nemendur,
en auk þeirra voru mjög margir, sem sóttu við og við,
svo sja.ldan munu færri hafa verið viðstaddir fyrirlestr-
ana, heldur en 40—50 manns. Skólahúsið fekst að eins
seinni part dagsins, svo fyririestrarnir gátu fyrst byrjað
kl. 4 og stóðu yfir til kl. 7 e. m. — Eftir klukkan 7