Búnaðarrit - 01.01.1909, Side 224
220
BÚNAÐARRIT.
voru haldnar glímuæfingar, og svo borðað, og síðan byr-
jaði málfundur kl. 9 og stóð til kl. 11.
Fyrirlestrarnir voru allir um efni, sem snertu land-
búnaðinn, mest um grasrækt og jarðyrkjustörf og nokkuð
um búpeningsrækt. Á málfundunum voru rædd ýmis-
leg málefni án tillits til þess, hvort þau snertu landbún-
aðinn eða ekki, með því að eg áleit, að aðal-tilgangur
þeirra væri, að venja menn við að tala og gera ljósa
og skipulega grein fyrir hugsunum sinum, og enginn
efi er á því, að þeir hafa mjög mikla þýðingu í þessu
efni, auk þess að þeir vekja umhugsun og eftirtekt í
mörgum málum, er alþýðu varða.
Samkvæmt þeirri reynslu, sem eg fékk af búnaðar-
námsskeiðinu á Patreksfirði, og sömuleiðis á Heydalsá,
þá verð eg að álíta, að þau hafi mjög mikla þýðingu,
að þau muni verða eitt hið bezta meðal til að vekja
áhuga og greiða fyrir þekkingu í landbúnaðinum. Allur
þorri þeirra manna, sem námsskeiðin sækja, eru þrosk-
aðir og sjálfir farnir að stunda atvinnu. Þær bendingar
og sú fræðsla, sem þeir fá einmitt um þá atvinnu, sem
þeir reka, festist í minni og vekur umhugsun og eftir-
tekt. Og þekking á því, hvaða skilyrðum þurfi að fuli-
nægja, og hvernig eigi að fullnægja þeim til þess, að
landbúnaður geti orðið arðvænlegur, er tryggasti grund-
völlur til að byggja á allar landbúnaðarframfarir.
Nauðsyn búnaðarnámsskeiða er sjálfsagt mikil al-
staðar hér á landi, en þó mun óhætt að fullyrða, að
óvíða mun hún jafnstór eða stærri en einmitt á Vest-
fjörðum. Ber margt til þess, og þá einkum það, að
óvíða mun þekking á landbúnaði vera minni en einmitt
hér, sem aftur stafar af því, að hér eru engir búnaðar-
skólar nærlendis, og að menn stunda sjó jöfnum hönd-
um eða meira en landbúnaðinn.
Eg verð því að álíta, að eitt hið þarfasta, sem
Búnaðarsambandið gæti unnið, væri að gangast fyrir
því, að búnaðarnámsskeiðum væri stöðugt haldið áfram