Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 226
222
BÚNAÐARRIT.
nesinu, nál. 10 mín. gangi innan við ísafjarðarkaupstaö.
Það liggur á sunnanverðu nesinu upp frá sjónum og
hallar mót suðaustri og austri. Nokkur hluti þess voru
grýtt vallendisholt, en sumt mýrarsund. Landið þarf
því mikinn undirbúning áður en tiltækilegt er, að byrja
á sjálfum tilraununum að verulegum mun.
Síðastbðið sumar voru afgirtar nái. 4x/a dags).
Girðingin er fimmstrengjuð gaddavírsgirðing og 4/5 hlutar
stólpanna vinkilbeygðir járnteinar. Á hverju 10 faðma
bili eru tróstólpar 4X4, til þess að styrkja girðinguna,
en hornstólpar eru 6X6. 2 faðma bil er irilli stólp-
anna og hæð girðingarinnar 44 þuml. Tréstólpar eru
grafnir 2'/2 fet í jörðu, nema hornstólpar, sem eru grafnir
4 fet niður, og þá eru sett fótstykki og skáskífur spor-
aðar i þau. — Sé miðað við það verð, sem var á vír
og stólpum síðastliðið ár, þá kostar þannig gerð girðing
nál. 1 kr. faðm., að hliðum meðtöldum.
Siðastliðið sumar var ekki girt stærra svæði sök-
um þess, að svo stóð á landinu, að ekki þótti heppilegt,
að taka meira fyrir í bráðina. Landið var blautt og
grýtt, og þurfti þvi bæði að ræsa það og rífa grjót í burtu.
Síðastliðið sumar var það fullræst með nál. 250 faðm.
löngum lokuðum malarræsum og 120 faðma löngum
opnum skurðum. Meginhluti grjótsins var rifinn upp
og hlaðið saman og ekið burtu í vetur, og að lokum
var alt landið einplægt eða stungið upp, þar sem plóg
varð ekki við komið sökum grjóts. Að verki þessu
unnu 3 menn i tæpl. 3 mánuði.
í vor og sumar er ætlast til að land þetta verði
herfað og nokkuð af áburði borið i það, og höfrum sáð
í mikinn hluia þess. Þetta verður að gera til þess, að
reyna að fá það nægilega myldið til þess, að hægt
verði að byrja á tilraununum.
p. t. Reykjavík 1. maí 1909.
Hannes Jönsson.