Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 242
238
BÚNAÐARRIT.
Þyngd, kvint Tala
Rósarkartöflur 40 5—6
Hammerschmidt 40 8
Richters Imperator 39 7—8
Reading Giant 39 8
Erfurt 38 6—7
Stella 37 6—7
Topas 34 6—7
Geheimerath Theil 31 4
Lydia 31 5—6
Júní 22 6
Uppskerumumirinn er ekki svo mikill, pegar röð-
inni er fylgt ofan frá og niður eftir, en beztu afbrigðin
gefa þó þrisvar sinnum meira en þau lökustu; og áður
hefir munurinn verið meiri, því nú er hætt við ræktun
svo margra, sem lítið spruttu.
Ýmsar matjurtir ræktaðar eins og undanfarin ár,
og bætt við nokkrum nýjum tegundum og afbrigðum.
Skulu hér á eftir taldar þær tegundir, sem ræktaðar
voru; talan á eftir nafninu táknar afbrigðatölu tegund-
arinnar: blómkál 3, livítlcál 2, rauðkál 1, Uöðrukál 1,
toppkál 2, rósakál 1, grosnkál 2, hnúðkál 1, hreðkur 5,
lcerfill 1, steinselja 2, sillari 3, salat 5, spínat 3, Jcarsi 1,
skarfakál 1, skorsónsrót 1, síkoría 1, raaðbitur 2,
pastínak 2, gulrœtur 3, ertur 3, meiran 1, portulakk 1,
fennikel 1, grasker 1, laulcur 7, jarðlinetur 1, pipar-
rót 1, rabarber 1, jarðarber 1. Auk þessa öll þau rófna-
og kartöflu-afbrigði, sem áður voru talin, og nokkur fleiri.
Lítið hefi eg að segja um þessar matjurtir, enn
sem komið er, um fram það sem tilfært er í undan-
förnum skýrslum gróðrarstöðvarinnar; enda er þörf á,
að reyna við þær nokkuru lengur.