Búnaðarrit - 01.01.1909, Side 246
242
BÚNAÐARRIT.
og auk þess er hún mátulega heit fyrir gerlana (37° C.),
þegar hún kemur úr spenanum.
Svo eru fjósin. Eins og þau eru víða er ekki hægt
að mjólka svo kýr inni, að mjólkin sé hrein og góð,
af því að vanalega er loftið svo ilt og heitt, einkum á
morgnana, að því verður ekki með orðum lýst. Á
veturna verður þó að rnjólka kýrnar í fjósinu, og verður
þá að gæta þess fyrst og fremst, að hleypa góðu lofti
inn i fjósið, áður en farið er að mjólka. Og það er
betra fyrir kýrnar sjáifar, að loftið sé hreint, þó að það
verði nokkrum stigum kaldara, heldur en að það sé
heitt og þungt.
Þess vegna þurfa fjósin að vera svo gerð, að hægt
sé að hleypa inn hreinu lofti, en þó verði ekki of kait.
Flórinn þarf að vera vatnsheldur og gangur bak við hann
tii þess, að leggja af sér á og til að ganga, svo að
ekki þurfi að vaða í flórnum.
Kúnum sjálfum verður að halda hreinum. Til þess
þarf að burstá þær á hverjum degi, t. d. með gömlum
gólfsóp, svo að ekki sé mykjuklessur á iærunum og ryk
í hárinu. Mjólkin verður óhrein, ef kýrin er óhtein,
þegar hún er mjóikuð, og ryk er í hárinu. Þegar kýrin
er burstuð, opnast líka holurnar í hörundinu, svo að
andardrátturinn um hörundið og efnaskiftin í likaman-
um verða örari, kúnni líður betur og hún borgar
iietur fóðrið sitt.
Það hefir verið reynt, að þegar kýrnar hafa verið
burstaðar einu sinni á dag, þá heflr hver kýr mjólkað
mörkinni meira á dag, og er þá vel borguð ekki meiri
fyrirhöfn. I stuttu máli að segja: Hleyptu hreinu
lofti inn í fjósið hálfa stund fyrir mjaltir, og gefðu urn
fram alt engri skepnu í fjósinu mygiað hey, meðan á
mjöltum stendur, því hætt er við, að myglugróin lendi
þá í mjólkurfötunni. Hreinsaðu ekki fjósið, meðan verið
er að mjólka; bíddu með það þangað til mjaltakonan
er farin, ef þú getur ekki komið því af hálfii stundu