Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 247
BÚNAÐARRIT.
243
áður en hún kemur. Haltu kúnum hreinum; þá verð-
ur mjólkin bæöi hreinni og meiri.
Svo eru mjaltirnar. Það er leitt, hve seint gengur
að venjast af togmjöltunum og fara að mjólka með
allri hendinni. Menn læra það, af því að það er orðin
tízka, en gleyma þvi bráðum aftur, þegar heim er komið.
Og þó vita flestir, að það er fyrst og fremst betra fyrir
kúna sjálfa, og auk þess verður mjólkin hreinni og betri,
fljótara verið að mjólka og eins vel þurrmjólkað.
Mig langar nú til að lýsa því fyrst, hvernig mjólk-
að hefir verið sumstaðar til skamms tima — betur að
það væri svo hvergi enn — til þess að sýna, hvernig á
ekki að mjólka.
Mjaltakonan fer til mjaltanna í verstu görmunum,
sem hún á til; það er sjálfsagt og kemur ekki að sök.
En hitt er verra, að hún heflr sjaldan fyrir því, að þvo
mjaltafötin, svo að þau eru oft svo óhrein, einkum á
ermunum og að framan, að skömm er að sjá. Hún
heldur á pjáturdallsgarmi eða einhverju þess konar, sem
í er samsebningur úr þrárri tólg, hrossafeiti, floti eða
einhverju þess konar, sem þefinn leggur af langar leiðir.
Mjaitakonan sest undir kúna og þurkar með hend-
inni nokkuð af óhreinindunum af júfrinu. Þvi næst fer
hún með sömu hendi niður í pjáturdallinn — ef hún þá
hefir ekki áður tekið dálitia klessu og klínt á kiipinn á
mjaltafötunni — og ber það á spenana. Þegar því er
lokið, tekur hún fyrst með annari hendi um einn spena
og siðan um annan og strýkur fingrinum niður um
spenana, en þannig að mjólkin lendir í lófanum, og
með henni bleytir hún nú betur höndina og sponana.
Og nú fer hún að mjólka, þannig að hún togar mjólk-
ina niður úr spenunum með 2 eða 3 fingrum. Jafn-
óðum og spenarnir þorna, dýfir hún fingrunum niður i
mjólkina, til þess að bleyta spenana enn þá betur. —
Þegar mjöltum er lokið, eru hendurnar svo óhreinar, að
furða er, að nokkur skuli geta fengið af sér að mjólka
1G*