Búnaðarrit - 01.01.1909, Side 248
244
BÚNAÐARRIT.
með slíkum fíngrum. Og hvernig skyldi mega ætlast
til, að mjólkin sé góð, þegar tólgin eða hrossafeitin
drýpur af fingrunum og spenunum niður í mjólkina
ásamt öðrum óhreinindum. Og enginn skyldi ætla, að
það sé neitt sælgæti, að eiga að bragða á slíkum rjóma
á hverjum degi.
Til þess að mjólkin verði nokkurn veginn hrein,
þarf að hafa með sér ullarrýju og þurka af júfrinu og
því sem júfrinu er næst. Síðan á að mjólka kúna með
allri hendinni og með hreinum höndum og þurrum. —
Og ef bera skal á spenana — þess getur oft verið þörf —
á að hafa til þess nýtt smjör ósaltað eða glyserin eða
vaselín, og bera á undir eins eftir mjaltir, en ekki fyrir
mjaltir. Hendurnar þarf að þvo við hverja kú, og í
fjósinu þarf því að vera þvottaskál með hreinu vatni og
þurku og helzt sápu. Þegar búið er að mjólka hverja
kú, á að fara undir eins með mjólkina út úr fjósinu,
helzt undir bert loft, eða að minsta kosti í annað hús,
og sía hana þar þá þegar, til þess að ná úr henni ó-
hreinindum, sem í hana kunna að hafa fallið, t. d.
hárum.
Á þann hátt má ná úr mjólkinni óhreinindum,
sem ekki eru runnin sundur. En því má ekki gleyma,
að ekki verður náð úr henni óhreinindum, sem eru
runnin sundur, né tólg, gerlum og lofttegundum, þó að
hún sé síuð hvað eftir annað. Ekki batnar mjólkin
sjálf, þótt síuð sé og úr henni náð hörðum ögnum, sem
minst mein er að. Sumir halda að það sé meinlítið,
þótt mjólkin óhreinkist, því alt af megi sía. En það er
háskalegur misskilningur.
Yið mjaltirnar þarf mjaltakonan að vera í hreinum
fötum, en ekki fötum, sem svita-þef leggur af og súrrar
mjólkur.
Undir eins og mjöltum er iokið, verður að hœla
mjólkina. En venja er að skilja þó mjólkina áður, til
þess að þurfa ekki að velgja hana aftur, og má það