Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 249
BÚNAÐARRIT.
245
vel vera, sé það að eins gert tafarlaust, og miólkin ekki
látin bíða í fötunum byrgðum, þangað til einhver má
vera að því að skilja hana.
Því að gerlarnir, sem komist hafa í mjólkina meðan
verið var að mjólka, fjölga geysilega þegar hún er spen-
volg, og oru ekki lengi að því að gera beztu mjólk
óhæfa bæði í smjör og annan mat. Til dæmis upp á
það ætla eg að nefna nokkrar tölur eftir fyrirlestrum
C. 0. Jensens háskólakennara. Hann segir svo:
„Tölur þær, er hér koma á eftir og fundnar eru
af Grotenfelt, sýna hve miklu skiftir hreinlæti í fjósi
og við mjaltir. I hverju fer-sentimetri af mjólk úr kúm,
sem mjög þrifalega var farið með, fann hann ekki nema
106 gerla, en í nýmjólk úr sóðalegu fjósi voru 670
þúsund gerlar í hverju fer-sentimetri“.
Enn fremur segir C. 0. Jensen:
„Með tilraunum, sem Freudenreich gerði, er það
sannað, hvað mjólkin geymist betur, ef hún er kæld.
Við tiiraunina var höfð mjóik í meðallagi að gæðum.
I henni voru 9300 gerlar í fer-sentimetri undir eins og
mjöltum var lokið. Henni var skift í þrent og mis-
heitur hafður hver hlutinn, 15° C., 25° C. og 35° C.
í byrjun tilraunar
eftir 3 'stundir
— 6 —
— 9 —
— 24 —
: 15° C. 25° C. 35° C.
9300 9300 9300
10000 18000 30000
25000 172000 12000000
46000 1000000 35280000
5700000 577500000 50000000“.
Eins og sjá má af tölum þessum, er það gott ráð
til að hakla mjólkinni óskemdri, að kæla hana niður í
15° C. undir eins og búið er að mjólka, og só hún
kæld niður í 10° C., má geyma hana svo í 7—8 stundir,
að gerlunum fjölgi ekki að neinu ráði.
Þá er skilvindan. Það stendur ekki á sama hvar
hún er höfð. Víða er hún höfð í baðstofunni. En
varla verður mjólkin góð, ef hún er skilin í baðstofu.