Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 250
246
BÚNAÐARRIT.
Loftið þar er aldrei gott — þótt misjafnt sé — sízt á
morgnana. En ef ekki verður hjá því komist, að hafa
skilvinduna þar, verður hún að minsta kosti að vera
við glugga, svo að hægt sé að hleypa inn góðu lofti,
meðan verið er að skilja.
Sumstaðar er skilvindan höfð í eldhúsinu eða búr-
inu. Það er enn þá verra og ætti ekki að eiga sér stað.
í eldhúsinu er oft reykur eða matarlykt, og í búrinu
er alt af súrþefur meiri eða minni og annar þefur,
sem spilt getur mjólkinni. Yiða er skilvindan höfð í
kjallara, og er þar skyrílát öði-u megin við hana, en
sýrutunna hinu megin, og svo ýmsar aðrar tunnur, sem
oft er einhver lykt upp úr. Það er auðvitað, að þetta
er ekki gott, og því að eins má hafa skilvinduna í kjallara,
að ílát þessi sé byrgð með hlerum, sem falla vel, og
skilvindan sé höfð við glugga, og megi opna gluggann
meðan skilið er. Sumir hafa skiivinduna í skemmunni,
en þar er þá geymdur fiskur, saltur og hertur, skinn,
tjara o. s. frv. Alt getur þetta skemt, og einkum er
mjólkin fljót til að draga i sig fisklyKtina.
Bezt er að hafa skilvinduna í sérstöku herbergi,
sem utangengt er í, og er með gluggum á hjörum.
Veggir só kalkáðir alstaðar, og eins loft og góif. Þar
má ekki hafa neitt annað en mjólkina og rjómann.
Meðan skilið er verður loftið að vera alveg hreint
og gott, hvar sem skilvindan er. Annars verður mjólkin
ekki hrein og góð.
Fyrst er vatn látið í skilvinduna, og gæta verður
þess, þegar skilið er, að rjóminn verði hvorki of þunnur
né of þykkur, og má altaf fá tilsögn um það hjá rjóma-
bústýrunni. Ef rjóminn er of þunnur, verður fita eftir
í áfunum meiri en ella, og auk þess verður rjóminn þá
óþarflega mikill að vöxtunum. Þó er verra, ef hann er
of þykkur, því þá verður erfitt fyrir bústýruna að
strokka svo, að nákvæmlega rétt sé, og þá getur líka
auðveldlega farið svo, að of mikið af vatni verði í smjör-