Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 252
248 BÚNAÐARRIT.
bænum ekki zinkföturnar algengu, sem fást í búðun-
um!
Á ferðum mínum hefi eg oft átt kost á að sjá,
hvernig mjólkurfötur eru þvegnar, og vildi eg mega
nefna hér eitt dæmi upp á það, hvernig eg sá mjólkur-
fötu þvegna fyrir skömmu, til þess að sýna, hvað fyrlr
kemur ennþá, en ætti aldrei að koma fyrir.
Eg var að koma heim úr rjómabúinu síðari hluta
dags. Sé eg þá hvar húsfreyja kemur með 2 fötur,
tréfötur auðvitað, mjólkugar síðan um morguninn.
Hún var með gólftusku í hendinni og gekk til lækjar.
Hún tók vatn úr læknum og dálítið af sandi og þvoði
nú fötuna og skolaði hana síðan í læknum. Svo fór
hún heim með föturnar og inn í bæ, og eg sá þær ekki
framar. Búið!
Þegar eg sá þessa meðferð, skildi eg hvernig á því
stóð, að súrþefur fanst á rjómabúinu af rjómanum frá
þessum bæ, þó það væri einn af betri bæjunum, sem
svo eru kallaðir.
Þegar fata er þvegiu svona dag eftir dag, þá getur
ekki hjá því farið, að hún verði súr og mygluð, fyrst
hún er aldrei almennilega þvegin og þurkuð.
Mjölkurföt.ur úr tré er hægast, fljótlegast og bezt
að hreinsa þannig, að skola þær fyrst undir eins og
búið er að mjólka, og bera síðan á þær kalkblöndu.
Svo mega þær bíða, ef vill, eftir hentuleikum. En
þó má ekki draga svo lengi að þvo þær, að tími verði
ekki til að viðra þær og þurka, áður en á að nota þær
næst.
Þegar fata er þvegin, á fyrst að nudda hana með
hörðum bursta upp úr heitum sódavötnum tvennum.
Síðan á að skola hana úr köldu vatni. Ef kalk er eftir
í sprungum eða rifum, þá er alveg óhætt að láta það
vera kyrt; það gerir ekkert rnein, heldur gagn, því það
fyllir rifurnar, svo mjólk getur ekki sest í þær. En
mjólkinni er ekki auðnáð úr rifum.