Búnaðarrit - 01.01.1909, Page 254
250
BÚNAÐARRIT.
heldur en þegar fatan er full. Eins hefir farið þótt
rjóminn hafi verið geymdur í glerkrukkum, ef niður í
hann hafa verið látnir ryðnaglar eða eitthvað þess háttar.
Að flutningsföturnar ryðga svo fljótt hjá mörgum kemur
oft af illri hirðingu, og er auðvelt að koma í veg fyrir
það með þvi, að hvolfa fötunum undir eins og búið er
að þvo þær, svo að þær þorni sem fyrst. Eins verður
að gæta þess, að koma þeim á haustin fyrir þar sem
þurt er á loftinu, og bera áður á þær kalk eða vaselín
(óhreinsað). Ef flutningsfötur eru orðnar ryðugar, eru
þær óhæfar undir mjólk eða rjóma, nema þær séu tin-
aðar aftur. En það hefir ekki til þessa fengist gert hór
á landi. Og er það illa farið. Því það er varla til-
vinnandi vegna flutningskostnaðarins, að senda þær til
útlanda til viðgerðar. Það verður líka að hafa gát á
fluiningnum á rjómanum til rjómabúsins. I hiýju veðii
verður að iáta utan um föturnar hvítan dúk eða þvalt
hey nýslegið, svo að rjóminn súrni ekki nö strokkist á
leiðinni. Líka verður að haga svo til, að allur rjóininn
komi til rjómabúsins hér um bil undir eins, og ekki
seinna en um miðmunda, vegna sýringarinnar.
Þá kemst eg ekki hjá að minnast á œrmjaltirnar.
Til þess að sauðamjólkin verði eins hrein og hægt er,
verður að færa kvíarnar svo oft sem þarf, og í rigningu
er oft. ekki vanþörf á að gera það á hverjum degi.
Það þarf að þurka vel af júfrinu á ánum með ullarrýju,
og væri hægast að iáta dreng eða einhvern annan gera
það áður en mjaltakonurnar koma. Sia skal mjólkina
undir eins og búið er að mjóika.
Þetta eru nú í stuttu máli aðal-greinarnar í staf-
rófi mjólkurmeðferðarinnar. Og ef menn vildu fara eftir
þeim, þá yrði rjóminn, þegar liann kæmi til búsins,
bezta vara, óaðfinnanleg í alla staði. Og þá kemur til
kasta bústýrunnar, bústjórnarinnar og landsstjórnarinnar,
að úr rjómanum verði ágætt smjör, sem ekkert verði
að fundið. Bústýran þarf að vanda sig sem bezt með