Búnaðarrit - 01.01.1909, Síða 255
BÚNAÐARRIT.
251
að búa til sýruna, sýra rjómann, strokka, hnoða smjörið
og þvo áhöldin. Bústjórnin þarf að sjá um, að til sé á rjóma-
búinu sem beztur geymslustaður fyrir smjörið, að smjörið
komist sem fyrst í íshúsið og að húsnæði og áhöld
búsins sé óaðfinnanleg. Landsstjórnin þarf að sjá um,
að smjörinu megi koma sem fyrst á sölustaðinn með
tíðum og beinum ferðum skipa með kælirúmi.
Þegar þetta alt er gert, þá getum vér fyrst farið
að ætlast til að smjörið okkar fái jafngott orð og kom-
ist í jafnhátt- verð og danskt smjör, en ekki heldur fyrri.
Það er ekkert vit í því, eins og nú er ástatt, að ætlast
til að fá eins hátt verð fyrir íslenzka smjörið eins og
danskt smjör, og þeir sem halda því fram, að íslenzka
smjörið eigi nú að vera í miklu hærra verði en fyrir
það er gefið, þeir gá ekki að því, sem eg hefi hér verið
að benda á; þeir hugsa að ekki þurfi annað en að hafa
rjóma og strokk og einhvern til að strokka, þá sé öllu
borgið.
En eg segi aftur á móti: Við megum vera harð-
ánægðir með það orð, sem íslenzkt smjör fær nú ,á
Englandi, og verðið, sem við fáum þar fyrir það. Það er
engin von á því betra. Munurinn enn of mikill á ís-
lenzkri smjörgerð og danskri. Nei, það þarf meira til!
Og eg get bætt því við, að öll mjólkurbú erlendis nú á
tímum gera sér meira og meira far um, að búa til
betri og betri vöru, og framar öllu um það, að fá betri
og betri mjólk. Það kemur af samkepninni milli land-
anna og af því, að kaupendurnir eru heimtufrekari og
heimtufrekari með vörugæðin.
Þetta sama verðum við að gera á Isiandi, ef smjör-
gerðin okkar á ekki að fara út um þúfur. Og eg lít
svo á, að ef við reynum ekki að varðveita það orð,
sem íslenzkt smjör hefir nú fengið í útlöndum, og bæta
það, þá fari svo eftir nokkur ár, og þau ekki mjög mörg,
að einhver bezta stoðin undir sveitabúskapnum falli.
Og verður hún þá varla fljótt reist við aftur.