Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 257
BÚNAÐARRIT.
253
vort er sent, eða af hinu, að íslenzka kjötið sé að hrein-
læti og meðferð ekki jafn-gott útlendu kjöti.
Að ýmislegt sé fundið að kjöti frá íslandi, þegar
það kemur á markaðinn, verðum vér sannarlega að játa
að ekki sé að ástæðulausu gert. Vér hljótum að játa
vankunnáttu og hirðuleysi vort í meðferð kjötsins bæði
hvað hreinlæti og söltun snertir, og vil eg stuttlega
minnast á fá atriði, er að því lúta.
Á haustin er tíðarfar oft þannig, að bændur vilja
eða geta alls eigi rekið alt það fó til kauptúns, er þeir
ætla að selja, og slátra því þá heima, en flytja skrokk-
ana í heilu lagi á hestum, stundum fleiri dagleiðir, í
ölium veðrum. Umbúðir þær, sem hafðar eru vanaleg-
ast til þeirra flutninga, er gæran af skepnunni, eða
pokar, sem því miður eru ekki altaf sem hreinastir
áður en skrokkurinn er látinn í þá. Úr báðum þessum
umbúðum fer hár og önnur óhreinindi í kjötið, sérstak-
lega ef kjötið er ekki full-kalt, þegar með það er lagt
í ferðina. Á illum vegum og blautum slettist ætíð ó-
þverri upp á klyfjarnar, sem fer svo gegnum umbúðirnar
og í kjötið. Auk þess fer kjötið illa við bindinginn;
það merst og aflagast.
Aðflutta kjötkroppa, sem hanga í geymsluhúsum
kaupmanna á haustin, má þekkja frá kroppum af því fé,
sem slátrað hefir verið í kauptúninu; þeir eru óhreinir,
marðir og að öllu illa útlitandi. Þessi meðíerð á kjöti,
sem senda á á markað erlendis er með öllu óhæfileg.
Kaupmenn ættu því alls ekki að láta slíkt kjöt saman
við annað kjöt, þrátt fyrir það, þó það kunni að vera
af vænna og betra sauðfé. Þegar slátrað er, þarf að
hafa það hreinlæti í öllu, sem unt er. Ekki má búast
enn við því, að notuð só alment sú slátrunaraðferð,
sem er rétt og bezt, en þess má krefjast af hverjum
þeim, er við slátrun fæst, að hann hafi svo mikið hrein-
læti sem nauðsynlegt er. Hver sá er slátrar verður
að vera í hreinum fötum, þegar hann byrjar á verki,