Búnaðarrit - 01.01.1909, Síða 258
254
BÚNAÐARRIT.
og þvo sér vel um hendur. Þegar kind er flegin og
innýflin tekin innan úr henni, á hún að hanga í gálga,
en ef þess er ekki gætt, má skrokkurinn alls eigi liggja
á óhreinum flekum, svo sem hesthúshurðum eða fjárhús-
hurðum, sem þvi miður hefir oft átt sér stað.
Fleki sá, er kjötið er lagt á, verður að vera tandur-
hreinn, og sama er að segja um bekk þann, sem flegið
er á, því þegar flegið er, vill kjötið núast við bekkinn
meira og minna, eða fleka þann, sem flegið er á, og ef
á honum eru nokkur óhreinindi, fara þau í kjötið, en
það er mjög næmt fyrir, á meðan það er volgt. Meðan
kjötið er volgt, er nauðsynlegt og sjálfsagt að þvo það
vel, svo ekki gæti blóðs eða óhreininda, því þegar kjötið
er orðið kalt, nást ekki af því óhreinindi, sem á það
kunna að hafa komið. Hreinlæti við slátrun fjár á Is-
landi þarf að verða miklu meira heldur en verið hefir,
og mundi það styðja mjög mikið að því, að vér fengjum
hærra verð fyrir kjötið en vér höfum fengið hingað til,
svo það mundi efalaust borga sig.
Eitt er sem skal athuga, það er að skrokkurinn sé
högginn vel og rétt í sundur til söltunar. Fyrst skal
saga skrokkinn sundur eftir miðjum hrygg að endilöngu,
síðan skal taka hvora hlið í þrent: 1. læri, 2. hupp
(„slag“), þar með 3—4 rif, 3. frampart. Lærið þarf að
skera eða höggva iaglega frá, því hér í Danmörku eru
lærin alment tekin og reykt, og kjötið haft ofan á brauð.
Huppnum skulu fylgja sem fyr segir 3—4 rif, og sá
hálfi hluti hryggsins, sem hann liggur áfastur við.
Frampartinn skal saga þvert yflr bóginn innan frá,
svo saltið gangi fljótara í kjötið; þó má ekki saga svo
djúpt, að kjöthimnan bógmegin skerist sundur. Ef svo
fer þykir það galli; því það kjöt er mikið haft tii
rúllupilsu-gerðar.
Þegar kjötið er höggið, þarf að hreinsa vel blóð-
lifrar og önnur óhreinindi af því, ef nokkur eru, sem
kunna að hafa komið á það við höggið.