Búnaðarrit - 01.01.1909, Síða 260
256
BÚNAÐARRIT.
unaraðferðinni og kjötverkuninni hjá oss, og bent á hvernig
helzt verði hjá þeim komist.
Telja má víst, að allir fyrnefndir gallar hverfi nú
á næstu árum, þar sem bygð hafa verið og bygð verða
átta til níu sláturhús. Ef menn, sem kunna að slátra,
vinna þar að verki, mega þau verða landsbændum til
mikilla hagsmuna. Stjórnendur sláturhúsanna verða að
vera reglumenn og þrifa, sem hafa lært verkið til full-
nustu og hafa áhuga á því, að allar afurðir af skepn-
unni sé eigendunum sem arðmestar.
Það er oss engin bót, þótt vór höfum komið upp
sláturhúsum, ef engin breyting verður á slátrun og vönd-
un kjötsins frá því sem áður var. Yér megum ekki
lengur hafa sömu aðferð við slátrun sem hingað til.
Vér verðum að leita oss þekkingar á því, sem svo mörgu
öðru, hjá öðrum þjóðum, sem lengra eru komnar, og
læra að vinna verkið af þeim. Ennþá hafa offáir íslend-
ingar lært slátraraiðn, eftir þörfum þjóðarinnar. Það
þykir máske ijótt á íslandi að vera slátrari. Erlend-
is þykir það góð staða og heiðarleg og er vel borguð.
Um sameignar-sláturhúsin og sameignar-verzlunar-
húsin og fleira hefir mag. B. Th. Melsteð skýrt frá í
fróðlegri ritgjörð í 3. hefti Búnaðsrritsins 1908; ættu
sem flestir að lesa grein þá, sem áhuga hafa ámálefni þessu.
Áður en eg enda grein mína vil eg lýsa kjöti því,
-er eg hefi skoðað í haust sem leið frá íslandi. Eg var
við eftirlit og umsöltun á kjöti því, er stórkaupmanni A.
C. Larzen í Esbjerg var sent frá íslandi. Kjöt það, er
Larzen fekk frá sláturhúsi Suðurlands, reyndist hreint
og vel verkað; en þó fundust nokkrar tunnur, sem kjötið
var farið að morkna í — eða súrna, sem Danir kalla —
inn við beinið, og kemur það annaðhvort af því, að kjötið
hefir ekki verið fuilkalt, þegar það var saltað niður, eða
af því að sá, sem hefir hrært pækilinn og sett hann í
tunnurnar, hefir eigi gætt þess nógu vel, hve sterkur
pækillinn skyldi vera. Kjötið frá sláturhúsinu í Borgar-